Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 46
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sveitabæ einum. Aðeins 10% kvenrottanna fóru milli útihúsa á bænum. Hinar eirðu í sínu ltúsi. Karlrotturnar ráfuðu held- ur meira. Á eyðimörkum er at- hafnasvæðið venjulega stærst. Ef þröngbýlt verður, gerast ungdýr útflytjendur og leita nýrra staða. í liita- beltinu eru einnig flest dýr all staðbundin. Reyndust flest smá spendýr, sem rann- sökuð voru í Brazilíu, halda sig innan 100 metra fjar- lægðar frá heimkynnum sín- um. Ullhærða pokarottan heldur til í sama trénu mán- uðurn saman. Stór dýr rása tneira. Svæði brúna bjarnar- ins rússneska er talið 16—20 km og athafnasvæði Alaska- grábjarnarins allt að 15 km. Ulfar reika miklu meira. Hirtir bera sig yíir allmikið svæði, einkum ef hagar eru lélegir. Hirt- ir o. fl. dýr lieimsækja viss tré eða stóra steina til að núa sér upp við. Liggja venjulega troðningar að slíkunr stöðum. Sumir hirtir eiga sér líka leirbæli, sem þeir taka sér leðjubað í. Flestir hafa séð kindagötur út um holt og hlíðar. Hreindýrin í N.-Kanada hafa smánr saman troðið sér óralangar ferðabrautir. Fílabrautir voru fyrrunr algeng- ar í Austur-Afríku. Þær voru slétt traðkaðar, allt að 3—4 m breiðar og lagðar lraganlega, t. d. í sveigum upp brekkur líkt og bílvegur. Meðfram fílabrautununr voru „merkisteinar" þ. e. afbirkt tré, sum nrerkt með þvagi eða kirtlasafa, sbr. hundaþúfurnar hér á landi. Merkja mörg spendýr leiðir sínar með þefmiklum efnum, senr þau gefa frá sér og rata meir eftir lyktarmerkjum en sjóninni, t. d. í skógi. Tarfar Evrópu-vísundanna núa börk af dálitlum parta á tré 6. mynd. Hjartarantilópa merkir grein með safa úr augnakirtli.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.