Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129 Mörg grafandi nagdýr Iialda sig inni í holum sínum á veturna. Sum liggja þar í dvala. Flest eru þó á ferli þar niðri og safna þang- að forða á sumrin og haustin. Hagamúsin grefur sér göng með bæli (hreiðri), forðageymslu og vara-útgöngum beint upp á yfirborðið, milligöngum og göngum þangað sem mat er að fá. Stundum á hún sér líka ofan jarðarslóðir og bæli við grasbrúska. Sum spendýr gera sér tvennskonar heimili, þ. e. sumarholur og vetrarholur. Svo gerir t. d. hamsturinn í Mið-Evrópu. Sumarbústaður hans er stutt og grunn hola með einu geymslurúmi. En vetraríbúðin er langir gangar sem ná 1—2 m í jörð. Þar er inngangshola, 1—2 „herbergi" og margar „birgðaskemmur" Hamsturinn safnar miklum lorða; geta verið allt að 100 kg. af korni, kartöflum, ertum o. fl. matar- kyns í birgðaskemmum hans. Enda er af nafni hans dregin sögnin að hamstra eins og kunnugt er. Stökkmúsin í Kasakstans eyðimörk- inni gerir sér einnig sumar- og vetrarbústaði. Hvert kyn býr út af fyrir sig á sumrin og er bústaður kvenstökkmúsarinnar mun rýmri og „íburðarmeiri" en karlmúsanna. Til eru spendýr sem lifa nær eingöngu neðanjarðar, og koma sjaldan upp úr holum sínum; t. d. sum pokadýr, moldvörputeg- undirnar, blindmýs o. fl. Þau hafa grafloppur og smá eða engin augu og ytri eyru. Alkunnust eru neðanjarðargöng Evrópu-mold- vörpunnar. Liggur moldarhrúga yfir þeim, oft hulin að mestu undir runnum. Undir er aflangt bæli, „Iireiðrið", fóðrað visnu laufi og þurru grasi. Frá bælinu liggja göng í ýmsar áttir, m. a. til veiði- svæða moldvörpunnar. Beint niður liggur einnig gangur. Svo gref- ur dýrið ennfremur marga aukaganga, þegar það er að veiða, og sparkar moldinni upp á yfirborðið, þar sem hún liggur í smá hrúgum. Moldvarpan etur mikið af ánamöðkum og talið er að liún safni birgðum af þeim. Dýrafræðingurinn Degerböl Iiefur gert til- raunir sem virðast leiða þetta í Ijós. Ef hann gaf moldvörpum í búri fleiri ánamaðka en þær gátu torgað, drógu þær oft auka ormana út í liorn búrsins til geymslu. Þær bitu fyrst í ánamaðkana framan til, svo þeii lömuðust en dtápust þó ekki. Fjöldi ánamaðka finnst oft í herbergjum og göngum ntoldvarpanna. Ungverska blindmúsin grefur sér mikla ganga neðanjarðar. Seg- ir dr. Bodnar Bela, að þar sé „bæði tímgunarklefi, birgðaskennna, salerni, aðalgöng og aukagangar". Veggir aðalbælisins eru harðir og sléttir, lagðir innan þykku leirlagi og fóðraðir grasi. Tímgunarklef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.