Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 32
122 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GU R1N N liúsið hefur vatnið runnið langar leiðir og breiðst yfir stórt svæði. Þessi örfíngerða útfelling verður sennilega upphaf grófkornóttari útfellingar, eins og síðar verður vikið að. Vatnið í hverunum á Hveravöllum er yfirleitt lútarkennt (alka- liskt), en dálítið mismunandi mikið. Sumarið 1958 tók ég þarna nokkur sýnishorn af vatni til mælingar á sýrustigi (pH), alkalinitet og uppleystu súrefni. Ákvarðanirnar á alkalinitet og uppleystu súrefni gerði Unnsteinn Stefánsson, efnafræðingur. Niðurstöðurn- ar eru sýndar í töflu I. Sézt af þeim hversu ólíkt vatnið getur verið í hverum, sem þó liggja nálægt hver öðrum, eins og nr. 4 og 5, og nr. 9 A, B og C. Hiti og gróður. Ég hef áður (1958) skýrt frá nokkrum rannsóknum bæði mín- um og annarra, á þörungagróðri í hverum hér á landi, en mín- ar rannsóknir liafa að mestu farið fram á Hveravöllum. Rannsókn- ir þessar hafa leitt í ljós, að hinn eiginlegi hveragróður er að mestu leyti blágrænþörungar, og þegar komið er yfir 50° C finnast venjulega af þeinr aðeins tvær tegundir, þ. e. Pliormidium lami- nosum og Hapalosiplion laminosum, sem þá oltast mynda sérkenni- legar skánir, sem ég kalla liveraskánir. Af hitaþoli blágrænþörunga fara ýmsar sögur og þar á meðal margar ofsögur. Telja sumir sig haf'a l'undið lifandi blágrænþör- unga við 85° C eða jaínvel við hærri hitastig. Nú er það vitað um blágrænþörunga, að meðal þeirra eru tegundir, sem myndað geta dvalafrumur (akinetes), en dvalafrumurnar eru venjulega lífseig- ari og þá einnig liitaþolnari en aðrar frumur þörungsins. Slíkar dvalafrumur geta að sjálfsögðu fundizt lifandi við liærri hitastig en þörungurinn lifir við sjálfur, en þær vakna ekki úr dvalanum og mynda nýjan einstakling fyrr en hitastigið lækkar. í öðru lagi er ekki víst, að hin mældu hitastig hafi verið stöðug, heldur hafi jrau aðeins staðið stuttan tíma og jrví skaðað minna en við mátti búast. Þetta hvort tveggja verður að hafa í huga, þegar talað er um hitaþol blágrænþörunga í hverum. Ég hef gert margar mælingar á hitastigum við hverina á Hveravöll- um, samtímis sýnishornatöku í leit að blágrænþörungum. Voru mæl- ingarnar gerðar með tvímálmsrafvaka (thermoelement). Fóru þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.