Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 32
122 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GU R1N N liúsið hefur vatnið runnið langar leiðir og breiðst yfir stórt svæði. Þessi örfíngerða útfelling verður sennilega upphaf grófkornóttari útfellingar, eins og síðar verður vikið að. Vatnið í hverunum á Hveravöllum er yfirleitt lútarkennt (alka- liskt), en dálítið mismunandi mikið. Sumarið 1958 tók ég þarna nokkur sýnishorn af vatni til mælingar á sýrustigi (pH), alkalinitet og uppleystu súrefni. Ákvarðanirnar á alkalinitet og uppleystu súrefni gerði Unnsteinn Stefánsson, efnafræðingur. Niðurstöðurn- ar eru sýndar í töflu I. Sézt af þeim hversu ólíkt vatnið getur verið í hverum, sem þó liggja nálægt hver öðrum, eins og nr. 4 og 5, og nr. 9 A, B og C. Hiti og gróður. Ég hef áður (1958) skýrt frá nokkrum rannsóknum bæði mín- um og annarra, á þörungagróðri í hverum hér á landi, en mín- ar rannsóknir liafa að mestu farið fram á Hveravöllum. Rannsókn- ir þessar hafa leitt í ljós, að hinn eiginlegi hveragróður er að mestu leyti blágrænþörungar, og þegar komið er yfir 50° C finnast venjulega af þeinr aðeins tvær tegundir, þ. e. Pliormidium lami- nosum og Hapalosiplion laminosum, sem þá oltast mynda sérkenni- legar skánir, sem ég kalla liveraskánir. Af hitaþoli blágrænþörunga fara ýmsar sögur og þar á meðal margar ofsögur. Telja sumir sig haf'a l'undið lifandi blágrænþör- unga við 85° C eða jaínvel við hærri hitastig. Nú er það vitað um blágrænþörunga, að meðal þeirra eru tegundir, sem myndað geta dvalafrumur (akinetes), en dvalafrumurnar eru venjulega lífseig- ari og þá einnig liitaþolnari en aðrar frumur þörungsins. Slíkar dvalafrumur geta að sjálfsögðu fundizt lifandi við liærri hitastig en þörungurinn lifir við sjálfur, en þær vakna ekki úr dvalanum og mynda nýjan einstakling fyrr en hitastigið lækkar. í öðru lagi er ekki víst, að hin mældu hitastig hafi verið stöðug, heldur hafi jrau aðeins staðið stuttan tíma og jrví skaðað minna en við mátti búast. Þetta hvort tveggja verður að hafa í huga, þegar talað er um hitaþol blágrænþörunga í hverum. Ég hef gert margar mælingar á hitastigum við hverina á Hveravöll- um, samtímis sýnishornatöku í leit að blágrænþörungum. Voru mæl- ingarnar gerðar með tvímálmsrafvaka (thermoelement). Fóru þær

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.