Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 143 Marhnútur er allsstaðar við strendur landsins, en ókunnugt mun vera um magns hans. Af framansögðu má ætla, að sérstaklega mik- ið sé aí' marhnút í Nýpslónum. Forvitnilegt er að það væri rann- sakað, og einnig það, hversu ljúffengur hann er, nýr, niðursoðinn, reyktur eða hertur — kannski iíka verksmiðjumatur, ef magnið er mikið. Halldór Stefánsson. Um óskráða jundi þriggja fágætra jurtategunda. Hávingull (Festuca pratensis). — Sjöundaá á Rauðasandi NV., 14/8, 1921. Fyrir um það bil 40 árum sendi Ólafur Þórarinsson, verzlunar- maður, Reykjavík mér nokkrar jurtir til ákvörðunar frá sunnan- verðum Vestfjörðum. Eina tegund af grasættinni gat ég ekki ákvarðað þá, en lagði hana meðal annarra ónefndra jurta í grasasafn mitt. Þar lá hún svo í gleymsku, þangað til á s.l. ári, að ég tók liana til rækilegrar athugunar. Kom þá í ljós, að þetta var hávingull, sem ekki hefur fundizt hér á landi sem villiplanta annars staðar en í Pétursey í Mýrdal, en er annars víða í sáðsléttum. Á Sjöundaá hafði tegundin vaxið í stórgrýtisurð undir fjallshlíð, og því augljóslega alger villijurt, enda enginn hávingull ræktaður þar um slóðir á þeim árurn. Gljástör (Carex pallescens). — Hvammur undir Eyjafjöll- um SA., 8/8, 1947. Fyrir fáum árum sendi Geir Gígja, skordýrafræð- ingur til mín nokkrar jurtir til ákvörðunar. Hafði hann tekið jurt- ir þessar á ferðum sínum við söfnun skordýra. Meðal jurtanna, sem ég fékk í hendur, var ein, sem vakti athygli rnína sérstaklega, en það var gljástör, er hann hafði tekið austur undir Eyjaföllum. Sumarið 1948 fann ég stör þessa að Ytri Hrafnabjörgum í Hörðu- dal í Dalasýslu, og vissi ég ekki annað en að j^að væri fyrsti fundur tegundarinnar hér á landi. Síðan hefur enginn rekizt á stör Jjessa hérlendis. Samkvæmt ofanskráðu hefur því Geir Gígja orðið fyrstur manna, þó óafvitandi, til þess að safna gljástörinni á íslandi. S k ó g a r f j ó 1 a (Viola riviniana). — í nánd við Arnarstapa inn af ísafirði NV. 29/7, 1955. Finnandi: Gísli Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.