Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 26
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Nokkrir allstórir hverir liafa horfið þarna og aðrir myndast á mörg- nm árum. Helztu hverirnir virðast þó vera orðnir mjög gamlir og hafa lítið breytzt. Þannig er t. d. um Eyvindarholu, Öskurhól, Blá- hver og Grænahver, en það eru þekktustu hverirnir á Hveravöll- urn. Óhætt mun að segja, að uppstreymisopin á Hveravöllum skipti nokkrum tugum, en af þeim eru aðeins liðlega 20, sem verulega eft- irtekt vekja. Á meðfylgjandi uppdrætti af hverasvæðinu, sem ég gerði sumurin 1957 og 1958, hef ég auðkennt með númerum helztu hverina og í myndatextanum er getið nokkurra einkenna þeirra. (1. mynd). Gerð hveranna á Hveravöllum er mismunandi, og geta mjög ólíkir liverir verið svo að segja hlið við hlið. Þannig hafa lengi verið saman þrír stórir en ólíkir hverir á aðalhrúðurbungu livera- svæðisins. Eru það Bláhver (nr. 3), Grænihver (nr. 5) og goshver (nr. 4), sem einn er eftir af tveim goshverum, er þarna voru og Thoroddsen nefndi Bræðrahveri. Þegar komið er á hverasvæðið vekja fyrst eftirtekt nokkrir hávaðasamir hverir, sem gjósa gufu, eins og Öskurhóll (nr. 2) eða gusa sjóðandi vatni í 1—3 feta hæð, oftast með nokkrum rykkjum, eins og Bræðrahver og Eyvindar- hola (nr. 1). Þá eru og mjög áberandi nokkrir stórir hverir með kringlóttum, sléttrenndum skálum gerðum úr hverahrúðri. Vatnið í þessum skálum er hreyfingarlítið, sýður liægt, lyftist stundum of- urlítið og flýtur nær jafnt út af öllum börmum. Þannig eru Blá- hver, Grænihver og hver nr. 6. Þá eru margir hverir þannig, að op þeirra eru lítil og óreglulega löguð og rennur vatnið í einum far- vegi frá opinu. í sumum þessum liverum er vellandi suða, aðrir eru kyrrari. Flestir hverirnir á Hveravöllum eru á tveim bungum gerðum aðallega úr hverahrúðri (kísil), en nokkrir eru utan við sjálfar hrúðurbungurnar í malarjarðvegi eða jafnvel í graslendi (nr. 15, 16 og 17). Þar sem vatnið rennur í þröngum farvegi frá hverunum, ber lítið á kísilútfellingu. Útfellingin verður fyrst áberandi, þegar vatnið breiðir úr sér og grynnist. Á börmum lunna stóru slétt- renndu hveraskála er vatnið alls staðar örgrunnt og fer kísilútfell- ingin þar fram allt í kringum skálina og niður eftir börmum henn- ar að utan. Myndast þar sérkennilegir láréttir, lágir en stundum allbreiðir stallar hver upp af öðrum, og hlaðast skálarbarmarnir þannig upp smátt og smátt. Greinilegastar eru þessar myndanir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.