Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 50
140 NÁTTÚRUI'RÆÐINGURINN legu sinnar og náttúrufars er nauðsynlegt rannsóknarefni til lausn- ar ýmsum alþjóðlegum náttúrufræðilegum viðfangsefnum. Ef við viljum reyna að halda velli sem menningarþjóð á alþjóðlegan mæli- kvarða, og það getum við vel, þrátt fyrir smæð okkar, verðum við að eiga all marga alþjóðlega gjaldgenga menn í mörgum vísinda- greinum, sem við þó ekki höfum sérstöðu í, greinum eins og t. d. eðlisfræði og stærðfræði. Og auk þess eru þær greinar, þar sem við getum ekki látið okkur nægja að vera jafnir öðrum, heldur höfum beinlínis forystuhlutverki að gegna: rannsóknir á okkar eigin tungu, sögu og bókmenntum, rannsóknir sem lúta að okk'ar eigin atvinnu- vegum að því leyti sem þeir byggjast á staðháttum sérstæðum fyrir ísland, og í þriðja og alls ekki þýðingarminnsta lagi, rannsóknir á náttúru okkar eigin lands. Eg geri ráð fyrir því, að ísland verði áfram, eins og það hefur verið hingað til, „international playground", alþjóðlegur vettvangur náttúruvísindamanna víðsvegar að úr ver- öldinni. Að loka landið að mestu fyrir erlendum vísindamönnum, eins og sumir hafa látið sér detta í hug, er fjarstæða, og raunar alls ekki framkvæmanlegt. En þar við liggur sæmd okkar, að við höfum sjálfir forustu og yfirstjórn almennra náttúrurannsókna hérlendis, innlendra sem erlendra, og það getum við því aðeins, að hér séu ætíð starfandi fullmenntaðir og fullfærir íslendingar í sem flestum greinum almennra náttúruvísinda, og liafi starfsskilyrði, sem nálg- ist það að vera sambærileg við það sem erlendis starfsbræður þeirra liafa. Hið nýja lagafrumvarp undirstrikar einmitt þetta: að aðallilut- verk Náttúrufræðistofnunarinnar sé að vera miðstöð almennra nátt- úrufræðirannsókna í landinu, er hafi einnig hönd í bagga um rann- sókn erlendra manna. Henni er og að sjálfsögðu einnig falið það hlutverk að koma upp sem fullkomnustu safni íslenzkra náttúru- gripa og varðveita þá. Frumvarpið miðar sérstaklega að því að gera þessari stofnun fært að gegna þessu tvíþætta hlutverki. Um þriðja væntanlega þáttinn í starfsemi þessarar stofnunar, kennslu í náttúru- fræði, fjalla lög þessi ekki, þar eð það mál verður að leysast á breið- ari grundvelli og engin skilyrði eru fyrir kennslu með núverandi húsakosti, þótt rýmkað Iiafi að mun nýlega. En verði hin langþráða, marglofaða, margumtalaða Náttúrugripasafnsbygging einhvern tíma reist og að því verður raunar að koma í nánustu framtíð, verður að sjálfsögðu að setja viðbótarlöggjöf um þátt safnsins í æðri náttúru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.