Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 fræðimenntun í lanclinu, væntanlega í nánum tengslum og sam- vinnu við Háskóla íslands. Þessi mál þola ekki langa bið, því al- menn náttúrufræðimenntun landsmanna er nú að verða með meiri endemum en orðum taki og verður brátt af þessu hreinn þjóðar- háski, ef ekki verður úr bætt, en ekki verður fjölyrt um það hér. Lagafrumvarpið miðar eingöngu að því að gera Náttúrugripasafn- inu fært að sinna sínu aðalhlutverki, sem áður var að vikið, næsta áratuginn eða svo, tryggja stofnuninni eðlilegan vöxt og viðgang. Engin ákvæði eru um tölu sérfræðinga, enda erfitt að segja þörfina fyrir, liver verða muni í náinni framtíð. Fullyrða má þó, að til þess að stofnunin geti talizt nokkurnveginn starfhæf, þurfi að vera þar starfandi a. m. k. 3 sérfræðingar innan hverrar deildar, auk sérhæfra aðstoðarmanna, — raunar þyrfti lágmarkstala sérfræðinga í land- fræði- og jarðfræðideild að vera 4, ef deildin á ekki að kafna undir sínu tvöfalda nafni —. Hér er ekki um að ræða framtíðarplan hlið- stætt þeim, sem frarn koma í tillögum urn rannsóknarstofnun í raun- vísindum við háskólann, heldur um brýna þörf nánustu framtíðar. T. d. er jaiðfræðideildin lítt starfhæf meðan enn vinnur þar eng- inn sérfræðingur í berg- og steinafræði, og grasa- og dýrafræðideildir geta vart talist starfshæfar án sérfræðinga í lægri jurtum og dýrum. Um laun sérfræðinga er aðeins sagt að þau skuli ákveðin í launa- lögum. Ég vil í því sambandi aðeins undirstrika það, sem sagt er í greinargerð um 11. gr. lagafrumvarpsins, að það er ekki aðeins réttlætiskrafa heldur einnig algjör nauðsyn, ef tryggja á stofnun- inni færa menn í framtíðinni, að kjör starfsliðs hennar verði lilið- stæð við það, sem aðrar rannsóknarstofnanir bjóða. Nánasta hlið- stæðan er Atvinnudeild Háskólans, og því eðlilegast, að kjör deildar- stjóra og annarra sérfræðinga Náttúrufræðistofnunarinnar verði hliðstæð við kjörin á Atvinnudeildinni. Menntun sérfræðinga þess- ara stofnana er hliðstæð, svo og störf þeirra og hlutverk í þjóðfélag- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.