Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 45
NÁTTÚR UFRÆi) 1NGURINN 135 ótt og röndótt skógardýr (tígrisdýr, jagúar o. fl. o. fl.). Snæhérinn í heimsskautalöndunum er alltaf hvítur, en suðlægari stofnar hans, þar sem snjór liggur aðeins á vetrum, skipta litunr eftir árstíðum. Þetta getur einnig farið eftir hæð í fjöllum. Fá dýrin fyrr sumarlit neðarlega í fjallendi en þau sem ofar búa. Fluttir voru snæhérar frá Noregi til Færeyja árið 1855 og skiptu þeir í fyrstu litum, þar eins og í heimalandi sínu. En svo fór þetta að smábreytast. Nú eru hérarnir í sumarbúningi allt árið, hvernig sem á því stendur. Geta má þess, að oftast er auð jörð í Færeyjum. Snjór liggur þar sjaldan lengi. Sumir telja að hinn hvíti ,,vetrarbúningur“ ýmissa dýra í köld- um löndum tefji útgeislun lúta frá líkamanum og sé þeim þannig til skjóls. Flest eyðimerkurdýr bera ljósbrúna liti og líkjast mjög sandin- unr og grjótinu. Af 50 tegundum dýra í Salrara bera 39 þennan eyðimerkurlit. Flest hin lifa í útjöðrum eyðimerkurinnar. Nýlega var gerð tilraun með uglur, en þær geta stundað veiðar í nryrkri, e. t. v. einkum vegna næmrar lreyrnar. Uglurnar voru lokaðar inni í klefa ásanrt nokkrum hjartarmúsum. Látin var gerfi- jarðvegur á gólfið og bar helmingur gólfsins (2,7x3 m) sanra lit og nrýsnar, en hinn helmingurinn nrjög frábrugðinn lit. Prik voru rekin í gólfið, eins lit og það, og prikin ennfremur samtengd með grönnum þverprikum, svo þetta varð eins konar eftirlíking af skógi og veitti músunum talsverða vörn. Birta var lröfð sáralítil og sem líkust rökkri í skóglendi. Reynslan sýndi að verndarlitirnir voru músunum nokkur vörn, jafnvel í svo lítilli birtu, að rrrenn gátu ekkert greint inni í klefanum. En uglurnar gátu það. III. Eignarlúð og athajnasvœði. Flest dýr eru lreinrarík um burðinn eða varptínrann og arnast við öðrum dýrum, jafnvel sömu tegundar á lóð sinni. Mörg dýr lrafa líka ákveðið veiði- eða athafnasvæði, sem þau reyna að verja fyrir öðrum dýrategundum. — Rottan fer í ferðalög ef sultur steðjar að, en virðist samt að jafnaði furðu staðbundin. Vestur í borginni Baltinrore voru merktar 362 rottur og síðan sleppt. Fundust 119 þeirra í borginni aftur, flestar fljótlega. Náðust 73% aðeins 12 nretra frá heimkynninu. Svipaður varð árangur rottumerkinga á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.