Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 22
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Útlitsmunur eftir kynferði er enginn, eins og fyrr segir. Ungfugl- inn líkist fullorðna íuglinum, en litir allir eru daufari. Heimkynni trjáspörsins ná yfir nær alla Evrópu og meginhluta Asíu. Hann hefur auk þess verið fluttur inn til Norður-Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Á norsku og sænsku heitir trjáspörinn pilfink, á dönsku skovspurv, á ensku Tree-sparrow og á þýzku Feldsperling. Á Bretlandseyjum og víða á meginlandi Evrópu er trjáspörinn ekki eins háður mannabústöðum og gráspörinn. Heimkynni hans eru einkum í lágvöxnum laufskógum, aðallega þar sem þeir liggja að ræktuðu landi. Einnig lialda þeir sig í námunda við sveitabýli og jafnvel útjaðra stærri borga. Það kemur einnig fyrir, að j)eir sjáist með ströndum fram og úti í eyjum, þar sem skóglaust er, en Jrað mun vera sjaldgæft. Surns staðar í Skandinavíu, í Rússlandi og víða í Asíu er hann algengur í borgum og bæjunr, eins og frændi hans gráspörinn. Karl- og kvenfuglinn halda saman í mörg ár, ef til vill ævilangt. Trjáspörinn velur sér hreiðurstað í liolum í trjám t. d. stýfðunr víðitrjám, heysátunr og stráþökum, ennfremur í múr- og kletta- glufum og hreiðurkössum. Það kemur og fyrir, að liann verpi í hreiður stærri fugla svo senr bláhrafna, skjóra o. s. frv. Einnig hefur hann orpið í spætu- og bakkasvöluholur. Bæði kynin vinna að hreiðurgerðinni. Þegar trjáspörinn verpur í holum er hreiðrið tiltölulega efnislítið, gert úr grasstráum og blöðunr og fóðrað innst með fjöðrum og hárunr. Þegar hreiðrið er ekki í holum er það all- stórt og kúlulaga með opi á hliðinni, en að öðru leyti gert úr sömu efnunr og fyrr segir. Eggin eru oftast sex að tölu, gráhvít með þétt- um dökkbrúnum dílum. Bæði kynin liggja á. Útungunartínri er 12—14 dagar og eru ungarnir í hreiðrinu jafnlangan tíma. Venju- lega verpur trjáspörinn tvisvar á ári, stundum þrisvar. Fæða trjáspörsins er fræ og korntegundir ýmiss konar t. d. hveiti, bygg og hafrar. Á sumrin lifir hann einnig mjög mikið á ýmsum tegundum skordýra og köngulóa. Trjáspörinn er að rnestu staðfugl í varpheimkynnum sínum í Norður- og Mið-Evrópu. Á austurströnd Bretlands verður þó vart við aðkomufugla vor og liaust. Þetta bendir til Jress, að einhver hluti hinna skandinavisku trjáspörva fari af landi burt á haustin, og leiti til Bretlandseyja og ef til vill lengra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.