Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 22
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Útlitsmunur eftir kynferði er enginn, eins og fyrr segir. Ungfugl- inn líkist fullorðna íuglinum, en litir allir eru daufari. Heimkynni trjáspörsins ná yfir nær alla Evrópu og meginhluta Asíu. Hann hefur auk þess verið fluttur inn til Norður-Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Á norsku og sænsku heitir trjáspörinn pilfink, á dönsku skovspurv, á ensku Tree-sparrow og á þýzku Feldsperling. Á Bretlandseyjum og víða á meginlandi Evrópu er trjáspörinn ekki eins háður mannabústöðum og gráspörinn. Heimkynni hans eru einkum í lágvöxnum laufskógum, aðallega þar sem þeir liggja að ræktuðu landi. Einnig lialda þeir sig í námunda við sveitabýli og jafnvel útjaðra stærri borga. Það kemur einnig fyrir, að j)eir sjáist með ströndum fram og úti í eyjum, þar sem skóglaust er, en Jrað mun vera sjaldgæft. Surns staðar í Skandinavíu, í Rússlandi og víða í Asíu er hann algengur í borgum og bæjunr, eins og frændi hans gráspörinn. Karl- og kvenfuglinn halda saman í mörg ár, ef til vill ævilangt. Trjáspörinn velur sér hreiðurstað í liolum í trjám t. d. stýfðunr víðitrjám, heysátunr og stráþökum, ennfremur í múr- og kletta- glufum og hreiðurkössum. Það kemur og fyrir, að liann verpi í hreiður stærri fugla svo senr bláhrafna, skjóra o. s. frv. Einnig hefur hann orpið í spætu- og bakkasvöluholur. Bæði kynin vinna að hreiðurgerðinni. Þegar trjáspörinn verpur í holum er hreiðrið tiltölulega efnislítið, gert úr grasstráum og blöðunr og fóðrað innst með fjöðrum og hárunr. Þegar hreiðrið er ekki í holum er það all- stórt og kúlulaga með opi á hliðinni, en að öðru leyti gert úr sömu efnunr og fyrr segir. Eggin eru oftast sex að tölu, gráhvít með þétt- um dökkbrúnum dílum. Bæði kynin liggja á. Útungunartínri er 12—14 dagar og eru ungarnir í hreiðrinu jafnlangan tíma. Venju- lega verpur trjáspörinn tvisvar á ári, stundum þrisvar. Fæða trjáspörsins er fræ og korntegundir ýmiss konar t. d. hveiti, bygg og hafrar. Á sumrin lifir hann einnig mjög mikið á ýmsum tegundum skordýra og köngulóa. Trjáspörinn er að rnestu staðfugl í varpheimkynnum sínum í Norður- og Mið-Evrópu. Á austurströnd Bretlands verður þó vart við aðkomufugla vor og liaust. Þetta bendir til Jress, að einhver hluti hinna skandinavisku trjáspörva fari af landi burt á haustin, og leiti til Bretlandseyja og ef til vill lengra.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.