Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 53
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 143 Marhnútur er allsstaðar við strendur landsins, en ókunnugt mun vera um magns hans. Af framansögðu má ætla, að sérstaklega mik- ið sé aí' marhnút í Nýpslónum. Forvitnilegt er að það væri rann- sakað, og einnig það, hversu ljúffengur hann er, nýr, niðursoðinn, reyktur eða hertur — kannski iíka verksmiðjumatur, ef magnið er mikið. Halldór Stefánsson. Um óskráða jundi þriggja fágætra jurtategunda. Hávingull (Festuca pratensis). — Sjöundaá á Rauðasandi NV., 14/8, 1921. Fyrir um það bil 40 árum sendi Ólafur Þórarinsson, verzlunar- maður, Reykjavík mér nokkrar jurtir til ákvörðunar frá sunnan- verðum Vestfjörðum. Eina tegund af grasættinni gat ég ekki ákvarðað þá, en lagði hana meðal annarra ónefndra jurta í grasasafn mitt. Þar lá hún svo í gleymsku, þangað til á s.l. ári, að ég tók liana til rækilegrar athugunar. Kom þá í ljós, að þetta var hávingull, sem ekki hefur fundizt hér á landi sem villiplanta annars staðar en í Pétursey í Mýrdal, en er annars víða í sáðsléttum. Á Sjöundaá hafði tegundin vaxið í stórgrýtisurð undir fjallshlíð, og því augljóslega alger villijurt, enda enginn hávingull ræktaður þar um slóðir á þeim árurn. Gljástör (Carex pallescens). — Hvammur undir Eyjafjöll- um SA., 8/8, 1947. Fyrir fáum árum sendi Geir Gígja, skordýrafræð- ingur til mín nokkrar jurtir til ákvörðunar. Hafði hann tekið jurt- ir þessar á ferðum sínum við söfnun skordýra. Meðal jurtanna, sem ég fékk í hendur, var ein, sem vakti athygli rnína sérstaklega, en það var gljástör, er hann hafði tekið austur undir Eyjaföllum. Sumarið 1948 fann ég stör þessa að Ytri Hrafnabjörgum í Hörðu- dal í Dalasýslu, og vissi ég ekki annað en að j^að væri fyrsti fundur tegundarinnar hér á landi. Síðan hefur enginn rekizt á stör Jjessa hérlendis. Samkvæmt ofanskráðu hefur því Geir Gígja orðið fyrstur manna, þó óafvitandi, til þess að safna gljástörinni á íslandi. S k ó g a r f j ó 1 a (Viola riviniana). — í nánd við Arnarstapa inn af ísafirði NV. 29/7, 1955. Finnandi: Gísli Gestsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.