Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129 Mörg grafandi nagdýr Iialda sig inni í holum sínum á veturna. Sum liggja þar í dvala. Flest eru þó á ferli þar niðri og safna þang- að forða á sumrin og haustin. Hagamúsin grefur sér göng með bæli (hreiðri), forðageymslu og vara-útgöngum beint upp á yfirborðið, milligöngum og göngum þangað sem mat er að fá. Stundum á hún sér líka ofan jarðarslóðir og bæli við grasbrúska. Sum spendýr gera sér tvennskonar heimili, þ. e. sumarholur og vetrarholur. Svo gerir t. d. hamsturinn í Mið-Evrópu. Sumarbústaður hans er stutt og grunn hola með einu geymslurúmi. En vetraríbúðin er langir gangar sem ná 1—2 m í jörð. Þar er inngangshola, 1—2 „herbergi" og margar „birgðaskemmur" Hamsturinn safnar miklum lorða; geta verið allt að 100 kg. af korni, kartöflum, ertum o. fl. matar- kyns í birgðaskemmum hans. Enda er af nafni hans dregin sögnin að hamstra eins og kunnugt er. Stökkmúsin í Kasakstans eyðimörk- inni gerir sér einnig sumar- og vetrarbústaði. Hvert kyn býr út af fyrir sig á sumrin og er bústaður kvenstökkmúsarinnar mun rýmri og „íburðarmeiri" en karlmúsanna. Til eru spendýr sem lifa nær eingöngu neðanjarðar, og koma sjaldan upp úr holum sínum; t. d. sum pokadýr, moldvörputeg- undirnar, blindmýs o. fl. Þau hafa grafloppur og smá eða engin augu og ytri eyru. Alkunnust eru neðanjarðargöng Evrópu-mold- vörpunnar. Liggur moldarhrúga yfir þeim, oft hulin að mestu undir runnum. Undir er aflangt bæli, „Iireiðrið", fóðrað visnu laufi og þurru grasi. Frá bælinu liggja göng í ýmsar áttir, m. a. til veiði- svæða moldvörpunnar. Beint niður liggur einnig gangur. Svo gref- ur dýrið ennfremur marga aukaganga, þegar það er að veiða, og sparkar moldinni upp á yfirborðið, þar sem hún liggur í smá hrúgum. Moldvarpan etur mikið af ánamöðkum og talið er að liún safni birgðum af þeim. Dýrafræðingurinn Degerböl Iiefur gert til- raunir sem virðast leiða þetta í Ijós. Ef hann gaf moldvörpum í búri fleiri ánamaðka en þær gátu torgað, drógu þær oft auka ormana út í liorn búrsins til geymslu. Þær bitu fyrst í ánamaðkana framan til, svo þeii lömuðust en dtápust þó ekki. Fjöldi ánamaðka finnst oft í herbergjum og göngum ntoldvarpanna. Ungverska blindmúsin grefur sér mikla ganga neðanjarðar. Seg- ir dr. Bodnar Bela, að þar sé „bæði tímgunarklefi, birgðaskennna, salerni, aðalgöng og aukagangar". Veggir aðalbælisins eru harðir og sléttir, lagðir innan þykku leirlagi og fóðraðir grasi. Tímgunarklef-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.