Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 50
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
tökum, sem Fries sal'naði. Gerir þetta allt saman tegundina nokk-
uð dularfulla.
Rannsóknir mínar á íslenzka kerlingareldinum hafa sannfært
mig um það, að ekki sé gerlegt, né heldur rétt, að skipta tegund-
inni niður í smærri tegundir. Það væri að vísu auðvelt að finna
samsvaranir til flestra þeirra tegunda og afbrigða, sem lýst hefur
verið erlendis, og telja þessar tegundir fundnar hér. Þegar betur er
að gáð, kemur hins vegar í ljós, að hér er ekki um að ræða tegundir,
heldur miklu fremur einstaklinga, sem á einhvern hátt eru afbrigði-
legir. Ennfremur má finna öll millistig milli þessara einstaklinga.
Þessi aðferð er því fyrirfram dæmd.
Engu að síður er breytileiki kerlingareldsins svo mikill, að freist-
andi er að framkvæma einhvers konar skiptingu á honum, og þegar
allt kemur til alls, eru það einna helzt vaxtarstaðirnir, sem hægt er
að leggja til grundvallar þeirri skiptingu. Þannig virðast þau ein-
tök, sem vaxa á móum og melum, einkum til fjalla, vera talsvert
frábrugðin þeim, sem vaxa á ræktarlandi. Þessi móaeintök eru
smærri en túneintökin, oftast brún eða bronzbrún og gróin venju-
lega halalengri. Þessi móasveppur virðist því á vissan hátt samsvara
lýsingunni á áður umtalaðri Bovista cretacea, enda þótt erfitt sé að
fullyrða, að um sama fyrirbrigðið sé að ræða. Reynist það svo, tel
ég réttara að kalla þetta deilitegund fremur en tegund, enda þótt
hún kunni að vera aðskilin á einhvern hátt. Deilitegund þessi,
sem kalla mætti móeld á íslenzku, er sennilega útbreiddari en aðal-
tegundin, einkum þó til fjalla, en hinn eiginlegi kerlingareldur
virðist að mestu bundinn við byggð ból.
Kerlingareldsins er fyrst getið héðan af Rostrup, 1903, og er það
vonum seinna, þegar tekið er tillit til þess, hversu algeng tegundin
er. Vera má þó, að tegundin leynist undir nafninu Lycoperdon
Bovista, en það nafn kemur iðulega fyrir í gömlum ritum. Á eftir
Rostrup er tegundarinnar getið af öllum, sem um íslenzka sveppi
hafa skrifað og talsvert er til af eintökum af henni í söfnum, bæði
í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Mun flest af því vera rétt greint.
2. Blýeldur. Bovista plumbea Pers.
Kúlulaga eða dálítið flattur, um 2 cm í þvermál, í fyrstu hvítur
að lit og sléttur. Við þroskann springur útbyrðan í óreglulegar
flögur, sem flagna af, en eftir stendur innbyrðan, sem er blýgrá