Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 75 ára Fyrsta tölublað Náttúrufræðingsins leit dagsins ljós fyrir 75 árum, á árinu 1931. Lítið hefur þó farið fyrir þessum tímamótum sem vert er að minnst nokkrum orðum. Fyrstu útgefendur Náttúrufræð- ingsins voru tveir stórhuga náttóru- fræðingar þeir Guðmundur G. Bárðar- son, jarðfræðingur og Árni Frið- riksson, fiskifræðingur, og gáfu þeir ritið út á eigin ábyrgð. Hið íslenska náttórufræðifélag keypti tímaritið árið 1941 og gerði það að félagsriti sínu 1952. Frá 1996 hefur Náttórufræði- stofnun íslands annast umsjón með útgáfunni samkvæmt samningi við HÍN. Nú verða enn tímamót í útgáfu Náttúrufræðingsins þegar Náttúru- fræðistofa Kópavogs tekur við út- gáfunni frá og með þessu hefti. Ritinu var frá upphafi ætlað að vera „alþýðlegt fræðslurit um náttúru- fræði" eins og enn stendur í titli þess. Fyrsti árgangurinn var 188 bls. og þar var sannarlega fjallað um allt milli himins og jarðar: dýrafræði, mann- fræði, læknisfræði, grasafræði, jarð- fræði, landafræði, eðlisfræði, efna- fræði, verkfræði, veðurfræði, stjömu- fræði ... og reyndar ýmislegt fleira svo sem um Lagarfljótsorminn! Þeir Guðmundur og Ámi áttó mikið efni í ritinu fyrstó árin en einnig fjölmargir náttórufræðingar aðrir og áhugamenn um fræðin. Ef borið er saman efni og efnistök í fyrstó og síðustó árgöngum Náttóru- fræðingsins má sjá að hann hefur fylgt stefnu fyrstó útgefenda sinna býsna vel. Utlitslega hefur tímaritið auðvitað tekið stakkaskiptóm; er nú litprentað í stóru broti sem gefur meira færi á myndrænni framsetningu efnis en áður var mögulegt. I Náttúru- fræðingnum birtast sem fyrr greinar og fréttir sem eru læsilegar öllum áhugamönnum en einnig ritrýndar fræðigreinar sem mikill fengur er að. Gagnrýnt hefur verið að slíkar greinar hafi á undanförnum árum vaxið að umfangi á kostnað styttri greina og frétta. Því er til að svara að tímaritið er nær eini vettvangurinn fyrir birtingu slíkra greina á íslensku ef frá eru talin fjölrit stofníina og Bliki og Fuglar sem eru tímarit um fugla. Til að vega upp á móti þessari þróun hefur ritstjórn tekið saman náttúrufarsannála og birtist annáll ársins 2005 í þessu hefti. Eftir stendur þó að Náttúrufræð- ingurinn er ekki sá vettvangur um- ræðu um náttóruvemd sem margir telja að hann ætti að vera. Þannig hafa t.a.m. deilur undanfarinna ára um náttúruspjöllin vegna Kárahnjúka- virkjunar siglt hljóðlega framhjá síðum tímaritsins. Sumir kunna að segja að af þeim sé nú nóg í öðrum fjölmiðlum en ég tel að þessar gagn- sýnisraddir eiga nokkum rétt á sér. Ef Náttórufræðingurinn á að vera lifandi miðill þarf hann ekki aðeins að vera fjölbreyttur að efnisvali heldur einnig vakandi vettvangur frjórra og fjörugra skoðanaskipta um ágreiningsmál sem brenna á náttúrufræðingum og náttóruunnendum. Ég hef nú átt þess kost að fylgja Náttórufræðingnum á vegferð hans um tíu ára skeið. Vonandi verður það aðeins brot af lífi tímaritsins en óneitanlega er það nokkur skerfur af starfsævi einstaklings. Það er skemmtilegt og gefandi starf að vera ritstjóri Náttúrufræðingsins. Það heldur manni vakandi í faginu og styrkir persónuleg tengsl við fjöldann allan af fólki víða í samfélaginu og um allt land. Á þessum tíma hef ég unnið náið með tveimur ritstjómum, fyrst undir forystó Áslaugar Helgadóttór, plöntóerfðafræðings og frá 2003 undir forystu Árna Hjartarsonar, jarð- fræðings. Ég vil þakka þeim og því ágæta fólki sem setið hefur og sitór í ritstjóminni fyrir ánægjulegt samstarf sem aldrei hefur borið skugga á og óska nýjum ritstjóra og Náttúru- fræðingnum allra heilla í framtíðinni. Af höfundum mætti nefna marga sem vert væri að þakka samstarfið og góða vináttu. Aðeins einn skal þó nefndur hér. Ekki aðeins vegna þess að hann er jafnaldri Náttórufræðings- ins, fæddur árið 1931 og fagnar því 75 ára afmæli eins og tímaritið, heldur vegna þess hversu hollur hann hefur verið Náttúrufræðingnum og upp- haflegu markmiði hans. Þessi 75 ára unglingur er fyrrverandi ritstjóri Náttórufræðingsins, Örnólfur Thor- lacius, sem hefur þann tíma sem ég hef ritstýrt tímaritinu verið óþreytandi við að senda mér efni, bæði lengri og styttri greinar, sem og fréttir af innlendum og erlendum vettvangi. Ég óska Náttórufræðingum og Ömólfi til hamingju með þessi tímamót og hvet hann og aðra til að halda áfram að skrifa í Náttúrufræðinginn og efla hann. Álfheiður Ingadóttir er líffræðingur og útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar íslands. Hún hefur verið ritstjóri Náttúrufræðingsins frá í ágúst 1996. Leiðrétting. Því miður urðu þau mistök í síðasta hefti Náttúrufræðingsins, 74.árg. 1.-2. hefti að síðasta lína bls. á bls. 32 féll niður. Meðfylgjandi er leiðrétting sem hægt er að líma neðst á síðuna. Á bls. 15, í 2. töflu, voru tvær villur. Fyrsta línan neðan við skýringar, „Sjávarhólar ... o.s.ffv." á að hverfa, og dagsetning á Steinholtshlaupi í næst neðstu línu á að vera 15/1,1967. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. - Ritstj. 63

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.