Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 4
Náttúrufræðingurinn
Fréttir
Örnólfur Thorlacius tók saman
Birnir bæta vistkerfin
Kyrrahafslaxinn, nokkrar tegundir af ættkvíslinni Oncor-
hynchus, er um það frábrugðinn laxinum í Atlantshafi,
Salmo salar, að hann hrygnir aðeins einu sinni og drepst
nokkrum dögum eða vikum síðar. A leið laxanna upp
ámar sitja bimir fyrir þeim og hremma fimlega með
klónum. Bimimir þurfa að safna holdum fyrir langa
vetrardvöl í híði, enda ganga þeir svo hart fram við
veiðamar að laxveiðimenn í Alaska fóm fram á það rétt
fyrir miðja síðustu öld að grisjað yrði í stofnum grábjama til
að tryggja arðbæra framtíð sportveiðanna.
Til þessa kom sem betur fer ekki og nú er að koma í ljós
hversu mikilvægar laxveiðar bjamanna eru fyrir vistkerfin
við ámar. Þegar bjöm hefur krækt í lax dregur hann feng
sinn venjulega alllangt upp á árbakkann eða inn í skóg, þar
sem hann getur notið matarins í friði fyrir öðmm bjömum.
Ef veiði er nóg lætur bangsi sér nægja bestu bitana en leifir
mestum hluta fisksins. Nær samstundis koma flugur,
bjöllur og sniglar og verpa í hræið, og fuglar og spendýr
taka líka þátt í veislunni - emir, mávar, hrafnar og krákur
ásamt refum, minkum og fjölda annarra dýra. Og afurðir
laxanna berast áfram eftir fæðukeðjunum: Skordýrin, sem
skríða úr púpuham í hræjunum eða nærast fullvaxin á
þeim, verða bráð vespna, fugla og smáspendýra svo sem
músa, auk þess sem mörg þessara dýra leggjast beint á
laxana sem bimimir skilja eftir.
Ýmsar örverur taka svo við og að lokum verða steinefni
úr skrokkum laxanna áburður fyrir jarðveginn á árbökkum
og í skógum. A vatnasviðum laxáa í Alaska mælist meira af
nitri, fosfór og öðrum steinefnum, sem oft setja gróðri á
slíkum slóðum takmörk, heldur en búfræðingar mæla með
að borið sé á slík svæði. Sitkagreni, sem er algengasta
trjátegundin víða þar í landi, vex þrefalt örar hjá laxám en
hjá sambærilegum fallvötnum sem enginn lax gengur í.
Upp af ám þar sem lax gengur og birnir veiða þá fer
sömuleiðis mun meira fyrir söngfuglum, sem lifa á
skordýrum, en í laxalausum ám.
Þar sem lax hefur minnkað í ám eða horfið úr þeim - og
bimimir með þeim - hafa yfirvöld í Norður-Ameríku sums
staðar látið losa úr vörubílum eða varpa úr þyrlum á
árbakkana dauðum löxum (en talsvert er af þeim á reki í
öðrum ám að hrygningu lokinni) til að endurheimta
jafnvægið í vistkerfunum. Og framtakssamir athafnamenn
í Alaska hafa sett á markað moltu til áburðar þar sem
laxahræ em mulin saman við viðarkurl.
Um þetta má lesa í grein eftir Scott M. Gende og Thomas P. Quinn:
„The fish and the forest", í ágústhefti Scientific American 2006, bls. 66-71.
Gefur sólin gálgafrest?
Réttsýnir menn, í það minnsta þeir sem ekki eru háðir
olíusölu um afkomu sína, viðurkenna að loftslag á jörðinni
fer nú hlýnandi af völdum ýmissa efna, einkum koltví-
oxíðs, sem bætast í lofthjúpinn við umsvif iðnaðarþjóða. En
fleira kemur þar við sögu, þótt í minna mæli sé.
Á langri ævi jarðar hefur loftslagið tekið verulegum
breytingum, sem við skiljum sumar en aðrar miður vel eða
alls ekki. Auk eiginlegra, langvarandi ísalda hafa gengið
yfir minni sveiflur á lofthita. Má þar nefna „litlu ísöldina"
sem breytti lífsháttum manna í Evrópu og víðar í heimi á
síðari hluta sautjándu aldar og fram á þá átjándu.
Á sama tíma, eða 1645-1715, fór lítið fyrir sólblettum.
Þetta er kennt við enskan stjamfræðing, sem vakti á því
athygli, og kallað Maunderlágmarkið.
Menn þekktu víða snemma til sólbletta, dökkra dfla sem
greina má berum augum, að vísu naumlega, þegar sól er
lágt á lofti eða skín gegnum mistur. í sköpunarsögu Azteka
er andlit sólguðsins sýnt bólugrafið og í kínverskum ritum
frá árinu 28 f.Kr. kemur fram að menn tóku eftir ferðalagi
blettanna um sólina. Grískir heimspekingar sáu þessa bletti
á 4. öld f.Kr. en þeir komu illa heim við þann boðskap
Aristótelesar að sólin og öll festing himins væru óbreytileg
og flekklaus fyrirbæri.
Með tilkomu stjömusjónauka snemma á 17. öld gátu
stjamfræðingar greint sólbletti og sveiflur á þeim mun
betur en áður. Galfleó sýndi fram á að þeir eru á sólinni
sjálfri en ekki skuggamyndir af hnöttum sem um hana
ganga, og hafnaði með því tveggja þúsalda arfleifð frá
Aristótelesi um óbreytileika sólarinnar.
Sólblettir vaxa og minnka reglulega og eru að meðaltali
um 11 ár á milli hámarka - eða lágmarka. Raunar tekur sól-
blettahringrásin 22 ár. Eftir 11 ára sveiflu á norðurhveli
sólar tekur við önnur jafnlöng sunnan miðbaugs hennar. Á
um 200 ára fresti virðast sólblettir hverfa nær algerlega.
Þekking þess sem þetta skráir hrekkur hvergi til að
greina frá eðli þessara bletta, en menn þekkja - og skilja að
talsverðu leyti - sambandið á milli sólbletta og veðurfars:
Lágmarki á sólblettum fylgir jafnan köld veðrátta.
Þegar leið á tuttugustu öld fjölgaði sólblettum og þetta
styrkti þá hlýnun lofthjúpsins sem varð fyrir gróðurhúsa-
áhrif. Sólblettahámark var 1990-1991, svo nú binda menn
vonir við kólnandi loftslag næstu árin, sem gæti gefið
þjóðum heims svigrúm til að koma böndum á iðnmengun
gufuhvolfsins. Því miður má búast við að þessi sveifla gefi
þeim sem hag hafa af losun koltvíoxíðs tylliástæðu til að
halda menguninni áfram. Þá munu áhrifin birtast af fullum
þunga þegar næsta sólblettalágmark líður hjá.
Sjá P. Foucal o.fl.: „Variations in solar luminosity and their effect on the
Earth's climate". Nature 14. sept. 2006, bls. 161-166.
Stuart Clark: „Saved by the sun". New Scientist 16. sept. 2006, bls. 32-36.
64