Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 10
Náttúrafræðingurinn
2. mynd. Varpútbreiðsla teistu, skv. 10x10 km reitakerfi. Stórir punktar tákna öruggt
varp; litlir punktar líklegt varp og hringir yfirgefnar varpstöðvar. Byggt á gagnagrunni
Náttúrufræðistofnunar íslands. Upplýsingar um varpstöðu teistu í Strandasýslu sunn-
an Ófeigsfjarðar byggjast á athugunum höfunda þessarar greinar sumarið 2005. Aðrar
upplýsingar eru eldri (yfirleitt frá 1985-2000). - The breeding distribution o/Cepphus
grylle, based on the 10 km2. Large dots indicate confirmed breeding; small dots probable
breeding, and open circles former breeding haunts, but ivith no recent records (Datafrom
the lcelandic Inst. of Nat. History). Information on the breeding status of Cepphus
grylle south of Ófeigsfjörður (see Fig. 3) are based on the authors' observation in the
summer of2005; rest of the data is mostly from 1985-2000.
teistustofnsins hefur verið takmörk-
uð og því óljóst hvort breyting hafi
orðið á heildarstofnstærð henn-
ar 2,3,4,5,6
Skráðar upplýsingar um varpút-
breiðslu og stofnstærð teistu eru
nauðsynlegar grunnupplýsingar til
að meta megi áhrif ýmissa aðsteðj-
andi þátta sem haft geta áhrif á
varpstofninn. Slík gögn eru ekki til
fyrir allt landið og einu víðáttu-
miklu strandsvæðin þar sem þetta
er þekkt eru Strandir sunnan Ing-
ólfsfjarðar, þ.e. það svæði sem hér
er til umfjöllunar, og hluti Breiða-
fjarðareyja.
Skráðar heimildir um teistu á
Ströndum eru fáar. I Jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalín er
getið lítilsháttar teistuvarps í Ás-
mundarneseyjum á Bjarnarfirði um
aldamótin 1700.7 í óbirtri hreiður-
skrá Finns Guðmundssonar frá
1956 er getið tveggja varpstaða,
Kaldrananess og Grímseyjar, og í
óbirtri dagbók hans frá 1973 þriggja
annarra, Árness, Reykjaneshyrnu
og Ennishöfða. Höfundar þessarar
greinar hafa rannsakað fuglalíf í
Strandasýslu síðan 1987/ m.a. skráð
teistubyggðir, og frá 1996 hafa
nokkrar byggðir við Steingrímsfjörð
og Kollafjörð verið vaktaðar sér-
staklega.8-9
Árin 1987-1994 könnuðum við
varpútbreiðslu fugla við Stein-
grímsfjörð og nágrenni þar sem not-
að var 10x10 km reitakerfi.6 í ljós
kom að veruleg breyting hafði orð-
ið á varpútbreiðslu teistu á þessum
slóðum síðustu áratugi. Teistu-
byggðir höfðu liðið undir lok eða
dregist saman. Okkur lék forvitni á
að vita hvort teistum hefði raun-
verulega fækkað eða þær flutt sig til
og hverjar orsakir breytingarinnar
væru. í þessari ritgerð er ætlunin að
fjalla um breytingar á stofnstærð og
útbreiðslu teistu í Strandasýslu
undangengna hálfa öld.
RAN N SÓ KNARS VÆÐIÐ
Rannsóknin var gerð í Strandasýslu
sunnan Ingólfsfjarðar (3. mynd).
Um er að ræða u.þ.b. 290 km
strandlengju frá Munaðarnesi við
Ingólfsfjörð og suður í botn Hrúta-
fjarðar en teista verpur eingöngu
við ströndina, annaðhvort í landi
eða í eyjum og skerjum. Öll er
ströndin vogskorin og fjöldi eyja,
hólma og skerja er á svæðinu.
Langstærsta eyin er Grímsey í
mynni Steingrímsfjarðar. Vegur
fylgir víðast hvar ströndinni en er
þó sumstaðar allfjarri sjó (mest um
5 km) þar sem farið er yfir hálsa. Á
norðurhluta svæðisins er víða sæ-
bratt og klettótt, en sunnan Bjarnar-
fjarðar er yfirleitt láglent eða lág-
lendisræma með ströndinni.
Á norðanverðu svæðinu hefur
fólki fækkað á undanförnum ára-
tugum og margar jarðir farið í eyði.
Á sumum eyðijörðum er sumardvöl
og hlunnindi víða nýtt, svo sem æð-
arvarp og reki. Grásleppuveiði
(teistur farast mikið í grásleppunet-
um) er stunduð á öllu svæðinu,
nema síst í innanverðum Hrútafirði.
Varpsvæði (e. colony) er hér skil-
greint sem svæði þar sem teistu-
varp er eða var og afmarkast af
landslagi eða fjarlægð frá næsta
varpsvæði (a.m.k. 1 km). Innan
varpsvæða var greint á milli byggða
(e. subcolonies), sem gefur til kynna
blettótta dreifingu varps innan
varpsvæðis (2. viðauki). Byggð er
eitt eða fleiri hreiður á afmörkuðu
svæði. Varpsvæðin eru kennd við
jarðir eða kennileiti í samræmi við
þau heiti sem heimildarmenn okkar
notuðu.
ÁÐFERÐIR
í kjölfar þess að við könnuðum
varpútbreiðslu fugla við Stein-
grímsfjörð og nágrenni árin
1987-19946 hófum við árið 1995
skipulega skráningu teistuvarpa á
70