Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hreiðra. Vitað er að geldfuglar safn- ast einnig að varpstöðum eða ná- grenni þeirra á vorin og geta verið allt að 20% af fuglum þar.10 Hreiður- hola var talin í notkun ef þar fund- ust merki um varp, svo sem egg, ungar, eggjakoppar í eða við holu eða leifar eggja eða unga, drit, fæðuleifar eða að fugl sást bera æti í holu. Þar sem ungar náðu að yfir- gefa hreiðurholu var varpið talið hafa heppnast hjá viðkomandi pari. Skráð voru öll merki um afrán og leitað var upplýsinga um hvort minkur Mnstela vison hefði sést eða verið veiddur á svæðinu. Þar sem ungar voru merktir var kannað hvort á þeim fyndist lundalús Ixodes uriae. Niðurstöður Varpútbreiðsla Skráð voru 37 afmörkuð og skil- greind varpsvæði á um 290 km strandlengju frá Munaðarnesi að norðan suður í Hrútafjarðarbotn (3. mynd). Þótt upplýsingar frá fyrri tíð kunni að vera ónákvæmar, eink- um hvað varðar fjölda varppara, benda þau gögn sem við öfluðum til verulegrar fækkunar varpsvæða í notkun og samdráttar í varpstofni teistu á rannsóknarsvæðinu frá því um miðbik síðustu aldar (1. tafla). Við lok skráningar árið 1999 reyndust 19 varpsvæði enn í notkun þótt á mörgum þeirra væru aðeins örfá hreiður. Um miðbik 20. aldar voru líklega 37 varpsvæði í notkun svo fækkunin nemur 49%. Við end- urtalningu á öllu rannsóknarsvæð- inu árið 2005 reyndust aðeins 10 varpsvæði í notkun, þar með taldar varptilraunir sem gerðar höfðu ver- ið á tveim áður aflögðum svæðum, Ennishöfða (þrjár) og Kolbeinsá (ein), eða 73% færri varpsvæði en á árunum 1950-1960. Áætlaður fjöldi varppara fyrrum liggur á bilinu 975-1720 (3-6 pör/km) en fjöldi 2005 um 207 pör (0,7 pör/km). Varpstofninn hefur því minnkað um 76-87% og varpsvæðum í notk- un fækkað um 73% á tæplega 50 ára tímabili (1. tafla). Ekki liggur ljóst fyrir hvenær einstök vörp liðu und- ir lok en mörg þau stærstu virðast hafa horfið á skömmum tíma um eða upp úr 1960, að sögn heimildar- manna. Oft var þó aðeins notuð tímasetningin „fljótlega eftir að minkurinn kom". Nýtt varpsvæði varð til á Kirkju- bóli-Heydalsá á suðurströnd Stein- grímsfjarðar (5. mynd) þar sem teistur tóku að verpa um 1960 en höfðu ekki orpið þar áður svo vitað sé (BrG,GB 1995).6 Þar var hæg en stöðug fjölgun á rannsóknartíman- um (um 2% á ári að meðaltali) og árið 2005 urpu þar 111 pör. Nokkur fjölgun virðist hafa orðið í einni af sex byggðum á Broddanesi (Traðar- nes) þar sem 58-60 pör urpu árin 1996-1998 en færri áður (GS 1998) og hefur aftur fækkað síðan. Ein- hver tilfærsla varps virðist því hafa átt sér stað síðan 1950-1960. Meginhluta varpstofnsins er nú að finna við sunnanverðan Stein- grímsfjörð og beggja vegna Kolla- fjarðarmynnis, alls átta varpsvæði með rúmlega 200 pörum (2005). Þar eru nú um 98% af öllu teistuvarpi á rannsóknas væðinu. Teistan er enn á undanhaldi á rannsóknarsvæðinu í heild því varppörum fækkaði um 12% á u.þ.b. átta árum, frá tímabilinu 1995-1999 til 2005. Einungis við sunnanverðan Steingrímsfjörð hef- ur teistuvarp haldið í horfinu und- anfarin tíu ár (Jón Hallur Jóhanns- son og Björk Guðjónsdóttir, í undir- búningi). UMRÆÐA Hvers vegna hefur teistum fækkað? Afrán Nokkrar tegundir koma til greina sem afræningjar í teistuvörpum á rannsóknarsvæðinu. Þetta eru: Ref- ur Alopex lagopus, minkur, köttur Felix catus, hrafn Corvus corax, máfar Larus spp. og maður. Vitað er að brúnrottur Rattus norvegicus hafa spillt teistuvörpum hér á landi310 en þær eru ekki þekktar á rannsóknar- svæðinu. Refir eru tíðir á svæðinu en virt- ust ekki hafa áhrif á teistuvarp þótt a.m.k. tvisvar eyddu þeir kríuvarpi í grennd við teistubyggð. Kettir eru taldir hafa truflað varp í nokkur skipti, drepið teistuunga og jafnvel valdið því að smávarp lagðist af við Broddadalsá (TH 1996). Ólíklegt er að kettir hafi haft áhrif á teistuvarp í heild enda sennilega meira um ketti á svæðinu áður fyrr meðan byggð var meiri en teista jafnframt algengari. Hrafnar og máfar eru al- gengir á svæðinu en ekki varð vart við afrán af þeirra völdum. Teistu- varp virðist ekki hafa verið nytjað að neinu marki að sögn kunnugra þótt egg hafi eitthvað verið tekin, t.d. í Ennishöfða (LJ 1999), við Broddanes (TH 1996, UR 2003) og við Ós (SBH 1996). Örnefnið Kofu- klettar við Byrgisvík bendir til þess að þar hafi teistukofa hugsanlega verið tekin, enda var þar mikið varp áður fyrr. I Hrafnsnesi við Húsavík var snemma á síðustu öld hlaðinn fjöldi lítilla grjótbyrgja til að auka teistuvarp og hugsanlegt að egg hafi verið hirt þar en byrgin eru nú flest hrunin. Engin teistutekja er skráð í Fiskiskýrslur og hlunninda á árunum 1898-1939.12 Minks varð fyrst vart í Hrútafjarð- arbotni syðst á rannsóknarsvæðinu árið 1949, á miðhluta svæðisins um 1955 og var kominn nyrst á svæðið um 1957.13 Erlendar rannsóknir gefa vísbendingar um að áhrif minks og annarra innfluttra rándýra séu mest fyrst eftir komu þeirra á viðkom- andi svæði og að áhrif óstaðbund- inna minka (flökkudýra) séu meiri en óðalsbundinna.14 Minks varð vart á hverju ári frá upphafi rann- sóknar okkar 1987, oftast á svæðinu norðanverðu, þ.e. norðan Stein- grímsfjarðar. Ýmist sáust dýr eða ummerki þeirra, svo sem drepnir teistuungar. Misjafnlega var staðið að minkaleit á athugunarsvæðinu bæði eftir árum og hlutum svæðis- 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.