Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Teistur á varpstað við Kirkjuból. Grímsey á Steingrímsfirði í baksýn. - Black Guillemots at breeding site at Kirkjuból. The istand Grímsey in the background. Ljósm./Photo: Jón Hallur Jóhannsson. ins. Best hefur verið leitað í sunnan- verðum Steingrímsfirði og Kolla- firði en stopulla þar fyrir norðan, einkum norðan Kaldbaksvíkur, og sum ár ekkert (GS 1994). Einnig hef- ur leitarátak verið lítið og tilviljana- kennt á sunnanverðu svæðinu frá Ennishöfða suður í Hrútafjarðar- botn (GS 1994, 2004). Mælingar hafa ekki verið gerðar á þéttleika minkaóðala á rannsóknar- svæðinu svo vitað sé. Þorvaldur Björnsson15 kannaði, ásamt Guð- brandi Sverrissyni, 21 km strand- lengju skammt norður af rannsókn- arsvæðinu, milli Drangavíkur og Seljaness, vorið 1986. Alls fundust þar 14 fullorðin dýr (7 karl- og 7 kvendýr) sem gerir 0,67 dýr á kíló- metra að jafnaði. Gefur það e.t.v. vísbendingu um þéttleikann þar sem minkaleit er stopul. í Kollafirði, þar sem leitarátak hefur verið talið gott, fundust vorið 2003 sex dýr (5 læður komnar að goti og 1 karldýr) á 18 km kafla strandar (GS 2004) sem gerir að jafnaði 0,33 dýr á kíló- metra. (Nánar verður fjallað um áhrif minks á teistu í annarri grein: Jón Hallur Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir, í undirbúningi). Kjörlendi minks og teistu fer mjög saman á ströndinni. A rannsóknar- svæðinu verpur teistan gjarnan í landi þar sem minkur á greiðan að- gang, enda fáar eyjar eða sker sem hann kemst ekki í. Teistan virðist ekki bregðast við afráni minks með því að dreifa varpinu13 og ekki varð þess vart að teistur flyttu sig upp í kletta þar sem minkur kemst síður eða ekki að. Þau fáu klettahreiður sem fundust virðast vera leifar fyrr- um stærri varpa og hafa hugsanlega haldist við vegna þess að minkur komst ekki í þau. Ætla mætti að teistu gæti fjölgað í Grímsey á Steingrímsfirði (5. mynd), þar sem ekki er minkur að staðaldri, ef hún hrekst úr vörpum í landi eins og talið er að gerst hafi á Breiðafirði.3-10 Sú hefur ekki orðið raunin því henni fækkaði þar ein- nig. Minkur hefur nokkrum sinn- um komist út í Grímsey, oftast steggir (GS 1995), en þau dýr eru talin hafa verið unnin fljótlega. Sumarið 2005 náðust níu fullvaxin dýr í eynni, sem bendir til þess að læða hafi gotið þar sumarið áður (GS 2005). I Grímsey voru allt að 10 teistuhreiður 19936 en ekkert hreið- ur fannst og enginn fugl sást við könnun í júlí 2005, en lundi hafði þá aukið þar verulega útbreiðslu sína frá því sem var 1993. Ólíklegt er að teista hafi hrakist úr eynni af völdum minks enda er þar gnægð annarra fugla, t.d. lunda, sem ein- nig virðist vera viðkvæmur fyrir af- ráni minks.18 75

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.