Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 16
N á ttúrufræðingurinn Röskini varpstaða Vegur var lagður yfir Tungugrafar- voga í Steingrímsfirði árið 1972" og eyðilögðust við það allt að 10 hreið- ur (ML 1995). Við vegagerð um Slit- ur í Bitrufirði á árunum 1977-1979 voru sjávarklettar sprengdir og fjör- ur fylltar upp á um tveggja kíló- metra kafla. Þar var fyrrum mikið teistuvarp en talið er að það hafi þá verið liðið undir lok af völdum minks (SrM 2004). Við Selvog í landi Broddaness var vegarfylling við sjó breikkuð árið 1999 og eyðilögðust við það 5-6 varpholur teistu í sjávarbökkum. Rekaviður er oft fjarlægður þar sem teistuhreiður eru undir (6. mynd), einkum við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Röskun varpstaða af beinum mannavöldum hefur verið lítil og líklegt að þær teistur sem urðu fyrir truflun hafi fært sig um set enda teistuvarp yfirleitt beggja vegna röskunarstaðar. Veiðar I tengslum við rannsóknina voru á árunum 1992-2005 merktar 1688 teistur, langmest ungar, og í lok árs 2005 höfðu 60 merki (3,6%) endur- heimst (2. tafla). Sjö af endurheimt- unum (12%) voru ungar sem ekki höfðu náð að komast á sjó, 30 (65%) voru ungfuglar, þ.e. fuglar sem ekki höfðu náð fjögurra ára aldri og voru því líklega ókynþroska, og þar af voru 16 (53%) á fyrsta æviári. Flest- ir endurheimtir ungfuglar drukkn- uðu í hrognkelsanetum í nágrenni rannsóknarsvæðisins á tímabilinu apríl-maí er fuglar leituðu aftur til varpstöðvanna. Sú teista sem end- urheimtist lengst frá merkingarstað (fugl á 3. æviári) var skotin í nóv- ember fyrir Austurlandi. Alls náð- ust 49 fullorðnir fuglar á hreiðrum og voru merktir. Ellefu náðust aftur á hreiðrum, sumir oftar en einu sinni, en tveir endurheimtust dauð- ir (einn úr neti og annar rekinn). Teista er skotin á sjó sem og aðrir svartfuglar. Samkvæmt upplýsing- um frá veiðistjórnunarsviði Um- hverfisstofnunar veiddust árlega að jafnaði 4.116 teistur á landinu öllu á tímabilinu 1995-2002. Þetta eru háar veiðitölur miðað við það að varpstofninn er áætlaður 10.000- 15.000 pör.16 Þarna er um að ræða fugla sem skotnir eru að vetrarlagi þegar ætla mætti að stór hluti nátt- úrulegra affalla ungfugla sé að baki. Veiddir fuglar (skotnir og úr veiðar- 6. mynd. Teistur verpa gjarnan undir rekaviði, einkum við sunnanverðan Steingrímsfjörð. - Black Guillemots frequently nest under drift wood, especially on the south coast of Steingrímsfjörður. Ljósm./Photo: ]ón Hallur jóhannsson. 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.