Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. tafla. Endurheimtur 60 merktra teistna. (n = 1688). - Recoveries (dead birds and controls) ofringd Black Guillemots. Endurheimtur / Recoveries Ungi / Fullvaxinn / Alls / % Young Grown Total Fannst dauður í hreiðri / Found dead in nest 7 7 12 Hrognkelsanet / Lumpsucker nets 21 21 36 Silunganet / Trout net 2 2 3 Skotinn á sjó / Shot at sea 13 13 22 Fundin rytja / Carcass found 2 2 3 Drepinn af mink / Killed by mink 2 1 3 5 Drepinn af sel / Killed by seal 1 1 2 Endurheimtur á hreiðri / Recovered on nest 11 11 19 Alls / Total 9 51 60 100 færum) voru 61% af endurheimtun- um. Grásleppuveiðar jukust mjög upp úr 1950 og sjómenn á Gjögri sögðu teistu hafa komið „óhemju mikið" í grásleppunet á árum áður (ATh, GJ). í dagbók Finns Guðmundsson- ar 1973 [ferð um Strandirj er getið fugladauða í netum: „að meira kæmi í þau af æðarfugli en teistu en samt ótrúlega mikið af teistu". Vafalítið hafa grásleppuveiðar haft áhrif á teistustofninn en sam- kvæmt rannsóknum í Breiðafirði virtust grásleppuveiðar einar og sér ekki duga til að skýra breytingar á varpstofninum.10'17 Þá virðast skot- veiðar á teistu vera miklar á lands- vísu miðað við stofnstærð eins og áður er getið. Samkeppni um varpstaði Ætla má að fækkun teistu í Grímsey hafi stafað af mikilli fjölgun lunda þar á sama tíma, en hann er talinn ryðja teistunni frá í samkeppni um varpholur.3 í Flatey á Breiðafirði hefur þess oft orðið vart að lundi hafi rutt út teistueggjum og er áber- andi að varpholur teistu og lunda skarast yfirleitt aldrei þótt þessar tegundir verpi í sömu urðum (ÆP 2004). Fyrrum var talsvert lunda- varp í Árnesey en teistuvarpið var aðallega í landi (BVa,VB 1995). í Eyjum var mikið lundavarp í eyjun- um en lítilsháttar teistuvarp í skerj- um við land (BS, EÞG 1995). Sama er eða var víðar á svæðinu, lundinn í eyjunum en teistan í landi, t.d. í Kollafjarðarnesi (SM 1996), Brodda- nesi (TH,JS 1995) og við Bæ í Hrúta- firði (SGB 2003). Fýl hefur fjölgað mikið og út- breiðsla hans aukist mjög á rann- sóknarsvæðinu síðan um miðja síð- ustu öld þótt erfitt sé að tengja þá þróun við hnignun teistustofnsins. Fýlar hafa sest að í klettum þar sem teistuvarp var, t.d. Kofuklettum, Kaldbakshorni og víðar. Breytingar á fæðuframboði Teistan tekur viðurværi sitt einkum af grunnsævi, bæði fiska og hrygg- leysingja. Rækja Pandalus borealis er mikilvæg fæða fullorðinna fugla og síli Ammodytes spp. er sérlega mikilvæg fæða fyrir unga í hreiðri, en hlutdeild sprettfisks (skerjastein- bíts) Blennius pholis (1. mynd) eykst er þeir stækka.2 Að sögn hefur borið lítið á síli á síðari áratugum miðað við það sem áður var og rækja hætti að veiðast upp úr 1995 samfara aukinni þorskgengd Gadus morrhua inn á firði (UR 2000). Að öðru leyti eru breytingar á lífríki grunnsævis á undanförnum áratug- um lítt þekktar. Lundalús Talið er að lundalús geti haft áhrif á afkomu teistuunga þar sem mikið er um hana, einkum óbeint með því að valda sýkingu (Ævar Petersen, óbirt gögn). Lundalús fannst aðeins í litlum mæli, eða í 4,8% athugaðra teistuhreiðra (n = 805), og oftast voru fáar lýs (1-3) á hverjum unga. Lús var einkum bundin við eina byggð á Kirkjubólsvarpsvæðinu. Niðurlag Ekki er vitað til þess að ný vörp hafi orðið til á rannsóknarsvæðinu eða í nágrenni þess nema á Kirkjubóli- Heydalsá og gæti þar verið um að- flutning að ræða, t.d. frá Grímsey.19 Á Heggstaðanesi austan Húnaflóa virðist sama þróun hafa átt sér stað, teistum hefur fækkað og byggðir lagst af (ÞB 2004). í Ögurhólmum við ísafjarðardjúp hvarf stórt teistu- varp á síðari hluta síðustu aldar en samfara því er talið að teistu hafi fjölgað í Æðey og Vigur (BV 1996). I Flatey á Breiðafirði fjölgaði teistu mjög á árabilinu 1966-1977, um sama leyti og minkur náði fótfestu á 77

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.