Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. tafla. Endurheimtur 60 merktra teistna. (n = 1688). - Recoveries (dead birds and controls) ofringd Black Guillemots. Endurheimtur / Recoveries Ungi / Fullvaxinn / Alls / % Young Grown Total Fannst dauður í hreiðri / Found dead in nest 7 7 12 Hrognkelsanet / Lumpsucker nets 21 21 36 Silunganet / Trout net 2 2 3 Skotinn á sjó / Shot at sea 13 13 22 Fundin rytja / Carcass found 2 2 3 Drepinn af mink / Killed by mink 2 1 3 5 Drepinn af sel / Killed by seal 1 1 2 Endurheimtur á hreiðri / Recovered on nest 11 11 19 Alls / Total 9 51 60 100 færum) voru 61% af endurheimtun- um. Grásleppuveiðar jukust mjög upp úr 1950 og sjómenn á Gjögri sögðu teistu hafa komið „óhemju mikið" í grásleppunet á árum áður (ATh, GJ). í dagbók Finns Guðmundsson- ar 1973 [ferð um Strandirj er getið fugladauða í netum: „að meira kæmi í þau af æðarfugli en teistu en samt ótrúlega mikið af teistu". Vafalítið hafa grásleppuveiðar haft áhrif á teistustofninn en sam- kvæmt rannsóknum í Breiðafirði virtust grásleppuveiðar einar og sér ekki duga til að skýra breytingar á varpstofninum.10'17 Þá virðast skot- veiðar á teistu vera miklar á lands- vísu miðað við stofnstærð eins og áður er getið. Samkeppni um varpstaði Ætla má að fækkun teistu í Grímsey hafi stafað af mikilli fjölgun lunda þar á sama tíma, en hann er talinn ryðja teistunni frá í samkeppni um varpholur.3 í Flatey á Breiðafirði hefur þess oft orðið vart að lundi hafi rutt út teistueggjum og er áber- andi að varpholur teistu og lunda skarast yfirleitt aldrei þótt þessar tegundir verpi í sömu urðum (ÆP 2004). Fyrrum var talsvert lunda- varp í Árnesey en teistuvarpið var aðallega í landi (BVa,VB 1995). í Eyjum var mikið lundavarp í eyjun- um en lítilsháttar teistuvarp í skerj- um við land (BS, EÞG 1995). Sama er eða var víðar á svæðinu, lundinn í eyjunum en teistan í landi, t.d. í Kollafjarðarnesi (SM 1996), Brodda- nesi (TH,JS 1995) og við Bæ í Hrúta- firði (SGB 2003). Fýl hefur fjölgað mikið og út- breiðsla hans aukist mjög á rann- sóknarsvæðinu síðan um miðja síð- ustu öld þótt erfitt sé að tengja þá þróun við hnignun teistustofnsins. Fýlar hafa sest að í klettum þar sem teistuvarp var, t.d. Kofuklettum, Kaldbakshorni og víðar. Breytingar á fæðuframboði Teistan tekur viðurværi sitt einkum af grunnsævi, bæði fiska og hrygg- leysingja. Rækja Pandalus borealis er mikilvæg fæða fullorðinna fugla og síli Ammodytes spp. er sérlega mikilvæg fæða fyrir unga í hreiðri, en hlutdeild sprettfisks (skerjastein- bíts) Blennius pholis (1. mynd) eykst er þeir stækka.2 Að sögn hefur borið lítið á síli á síðari áratugum miðað við það sem áður var og rækja hætti að veiðast upp úr 1995 samfara aukinni þorskgengd Gadus morrhua inn á firði (UR 2000). Að öðru leyti eru breytingar á lífríki grunnsævis á undanförnum áratug- um lítt þekktar. Lundalús Talið er að lundalús geti haft áhrif á afkomu teistuunga þar sem mikið er um hana, einkum óbeint með því að valda sýkingu (Ævar Petersen, óbirt gögn). Lundalús fannst aðeins í litlum mæli, eða í 4,8% athugaðra teistuhreiðra (n = 805), og oftast voru fáar lýs (1-3) á hverjum unga. Lús var einkum bundin við eina byggð á Kirkjubólsvarpsvæðinu. Niðurlag Ekki er vitað til þess að ný vörp hafi orðið til á rannsóknarsvæðinu eða í nágrenni þess nema á Kirkjubóli- Heydalsá og gæti þar verið um að- flutning að ræða, t.d. frá Grímsey.19 Á Heggstaðanesi austan Húnaflóa virðist sama þróun hafa átt sér stað, teistum hefur fækkað og byggðir lagst af (ÞB 2004). í Ögurhólmum við ísafjarðardjúp hvarf stórt teistu- varp á síðari hluta síðustu aldar en samfara því er talið að teistu hafi fjölgað í Æðey og Vigur (BV 1996). I Flatey á Breiðafirði fjölgaði teistu mjög á árabilinu 1966-1977, um sama leyti og minkur náði fótfestu á 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.