Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 22
Náttúrufræðingurinn
3. mynd. Setlögin í Selárdal eru pykk og hörð, að mestu af gosrænum uppruna og gjóska er
áberandi í lögunum. - Sediments at Selárdalur valley are thick and massive, they are mainly of
volcanic origin and tephra is most conspicuous in the material accumulated. Ljósmynd/Photo:
Friðgeir Grímsson 2005.
tegundir. Með hjálp steingervinga
var ætlunin að fá heildaryfirlit yfir
hlut beykis í tertíerflóru landsins og
fá úr því skorið hvenær það var
áberandi og ráðandi í flórunni. Þar
að auki var reynt að komast að nið-
urstöðu um það hvaða útdauðar og
núlifandi beykitegundir sýna mest-
an skyldleika við steingerðu beyki-
leifarnar frá íslandi. í því sambandi
er ekki síst áhugavert að rannsaka
hvort þær sýni nánari skyldleika við
útdauðar eða núlifandi tegundir í
Evrópu eða Norður-Ameríku. Slík
rannsókn gæti hugsanlega gefið
okkur upplýsingar um flutnings-
leiðir beykitegimda til íslands á mis-
munandi tímum á síðtertíer og
varpað ljósi á þær loftslagsbreyting-
ar sem urðu þess valdandi að sumar
tegundir komu inn í íslenska síðter-
tíerflóru meðan aðrar hurfu þaðan.
JARÐLÖG OG
STEINGERVINGAR
Jarðfræðilega séð er ísland ungt
land, elsta berg ofansjávar er frá
míósentíma á tertíertímabili, um
það bil 16 milljón ára gamalt.101112
Jarðmyndanir frá tertíer eru út-
breiddar á blágrýtissvæðunum sem
einkenna landslag á Vesturlandi,
Vestfjörðum, Austfjörðum og víða á
Norðurlandi. Blágrýtissvæðin eru
að meginhluta mynduð úr hraun-
lögum, en á milli þeirra eru víða
misþykk setlög, sums staðar jafnvel
þykkar setlagamyndanir. Víða í
þessum setlögum hafa fundist til-
tölulega vel varðveittar plöntuleif-
ar, en staðsetning landsins mitt á
milli Evrópu og Norður-Ameríku
gerir ísland að einstöku svæði til
rannsókna á flutningi plöntusamfé-
laga á seinni hluta nýlífsaldar. Flest-
ir plöntusteingervingar sem hefur
verið lýst úr íslenskum setlögum frá
tertíertímabili hafa fundist á Vest-
fjörðum og Vesturlandi.2'31314 Á
Vestfjörðum er elsti hluti íslenska
hraunlagastaflans, en myndunar-
saga hans var á mið- og síðmíósen
og hófst fyrir um það bil 16 milljón
árum og lauk þar fyrir um 8 milljón
árum.11'12'15
Selárdals - Botns setlagasyrpan (15
millj. ára) er á annesjum Vestfjarða
lengst í norðvestri (1. mynd).
Syrpuna má rekja í norðaustur-suð-
vestur stefnu og í henni eru vel-
þekktar jarðlagaopnur, m.a. í Selár-
dal í Arnarfirði, Öfæruvík í Dýra-
Jarðlagasnið úr Þórishlíðar-
fjalli í Selárdal í Arnarfirði
(325 m.y.s.)
Jarðlagasnið frá Botni
í Súgandafirði
(140 m.y.s.)
4-4- I ||L I í i E3 Dílabasalt
m s II 11 II
2 ED Þóleiít
4-4- 3 I____I Gjóska
4 n Sandsteinn
5 ■§ Surtarbrandur
6 1^1 Þunn surtarbrandslög
7 I I Surtarbrandsflís
8 4-4- Blaöför
9 N/R Rétt/öfugt segulmagnað berg
2. mynd. jarðlagasnið úr Þórishlíðarfjalli í Selárdal í Arnarfirði og Botni í Súgandafirði.
Jarðlagasniðið frá Botni er að hluta til byggt á gögnum frá Freysteini Sigurðssyni og
Kristjáni Sæmundssyni 198454 en sniðið frá Þórishlíðarfjalti er að nokkru leyti byggt á
óbirtum gögnum frá Sveini Jakobssyni 196816 og persónulegum upplýsinngum frá Birni
Harðarsyni (2005). - Geological sections from Þórishlíðarfjall in Arnarfjörður and Botn
in Súgandafjörður, Northwest lceland. 1. Phorphyritic tava. 2. Tholeiitic lava. 3. Tephra.
4. Sandstone. 5. Lignite. 6. Thin lignite layers. 7. Lignite splinters. 8. Plant remains,
mainiy fossil leaves. 9. Magnetic polarity.
82