Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
4. mynd. Setlög í Botni í Súgandafirði. Michael A. Akhmetiev stikar stórumfrá munna gömlu
surtarbrandsnámunnar. - The sediments in the Botn mine, an abandoned coalmine at the base
of Súgandafjöröur. Michael A. Akhmetiev walking away from the opening of the mine.
Ljósmynd/Photo: Leifur A. Símonarson 1981.
firði, Botni í Súgandafirði og í Breið-
hillu og hjá Gili í Bolungarvík. Set-
lögin í Þórishlíðarfjalli í Selárdal eru
um 20 m þykk og hvíla á 90 m
þykkri dílabasaltsyrpu (2. mynd).
Ofan setlaganna er um 40 m þykk
hraunlagasyrpa úr basalti af þóleiít-
gerð.16 Setlögin eru að mestu úr
sandsteini, en fínkorna silteiningar
koma fyrir hér og þar og í efri hlut-
anum má einnig sjá völuberg. í set-
inu er allmikið af gosrænu efni,
einkum gjósku (3. mynd). Mest ber
á basaltefni en í ákveðnum lögum
er áberandi mikið af hvítum og gul-
leitum vikurmolum í hörðu setinu.
Jóhannes Askelsson2 benti á að
plöntuleifar væru í nokkurra senti-
metra þykku gjóskulagi í miðri set-
lagasyrpunni, en rannsóknir okkar
leiddu í ljós að þó að áberandi lag-
flötur sé þar með plöntuleifum þá
er einnig nokkuð um plöntuleifar
annars staðar í setlögunum. Einnig
kom í ljós að við lagflötinn með
plöntuleifunum eru laufblöð sem
liggja ekki aðeins lárétt, samsíða
lagskiptingu setsins, því að sum
blöðin eru á ská og önnur meira eða
minna lóðrétt. Gæti þetta bent til
þess að blöðin hafi flust til samfara
setefninu í eins konar gjóskuskýi,
sem reif með sér blöðin af trjánum
þegar það reið yfir skóglendið á
svæðinu.
I
R
Míllj. ára
13,53 ------
N
?
N
m
200
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
4-4-
1 Ib 11 Dílabasalt
2 HMH Ólivínbasalt
3 l-i*i I Þóleiít
4 ES3 Völuberg
5 BB Sandsteinn
6 !■ Siltsteinn
7 H Surtarbrandur
8 4-4- Blaðför
9 N/R Rétt/öfugt
segulmagnað
berg
5. mynd. Jarðlagasnið úr innanverðum Lambadal í Dýrfirði, fjallinu Töflu ofan Ketilseyrar í Dýrafirði og úr Hrútagili í Mókollsdal í Kollafirði.
- Geological sections from the Lambadalur valley and the Mount Tafla above Ketilseyri in Dýrafjörður andfrom Hrútagil in Mókollsdalur in
Kollafjörður. 1. Phorhyritic lava. 2. Olivine thoieiitic lava. 3. Tholeiitic lava. 4. Conglomerate. 5. Sandstone. 6. Siltstone. 7. Lignite. 8. Plant
remains, mainlyfossil leaves. 9. Magiíetic polarity.
83