Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 32
Náttúrufræðingurinn 1859 Fagus betulaefolia Massa- longo. - Massalongo & Scarabelli, bls. 206. mynda- síða 30, mynd 10.35 1859 Fagus chiericii Massalongo. - Massalongo & Scarabelli, bls. 207, myndasíða 32, mynd ð.35 1972 Fagus sp. - Friedrich o.fl., bls. 8, myndasíða 1, mynd 3 & 5, myndasíða 3, mynd 3.4 1978 Fagus sp. - Akhmetiev ofl., myndasíða 9, mynd 9.5 1978 Fagus orientalis Lipsky. - Akhmetiev o.fl., myndasíða. 8, mynd 10.5 1986 Fagus gussonii Massalongo emend. Knobloch & Velitze- los. - Knobloch & Velitzelos, bls. 9, myndasíða 2, mynd 2-4 & 6-8, myndasíða 5, mynd 11, myndasíða 6, mynd 5.36 1999 Fagus antipofii auct. (non Heer). - Denk, bls. 634, myndasíða 2, mynd p.6 1999 Fagus gussonii Massalongo emend. Knobloch & Velitze- los. - Velitzelos & Kvacek, bls. 420, myndasíða 1, mynd ^ 37 2002 Fagus gussonii Massalongo emend. Knobloch & Velitze- los. - Kvacek o.fl., bls. 61, myndasíða 5, mynd 3-9, myndasíða 6, mynd 1-7, myndasíða 7, mynd 1-5, myndasíða 29, mynd 3-4.38 2002 Fagus gussonii Massalongo. - Denk o.fl., textamyndir 5a og 5c.39 2005 Fagus gussonii Massalongo emend. Knobloch & Velitze- los. - Grímsson og Denk, bls. 43, myndasíða 10-13.9 LFpphafleg lýsing hrútabeykis {Fagus gussonii) var byggð á lauf- blöðum sem eru allvel þekkt úr set- lögum frá míósentíma í Mið-Evr- ópu. Hér á landi hafa laufblöð af þessari gerð aðallega fundist í setlögum ofarlega í Hrútagili í Mó- kollsdal (11-13. mynd) og þar í ná- grenni, en þau eru um 9-8 milljón ára gömul. Þó svo að mikill form- fræðilegur breytileiki sé á þessum laufblöðum frá meginlandi Evrópu er talið fullvíst að aðeins sé um eina tegund að ræða.3637 Aldin og fræ hafa einnig fundist í sömu setlögum (13. mynd). Allmörg eintök hrúta- beykis, sem safnað hefur verið hér á landi, eru nú varðveitt í Arósahá- skóla í Danmörku, einnig er allmik- ið í Náttúrufræðisafni Svía (Natur- historiska Riksmuseet í Stokkhólmi) og í safni Náttúrufræðistofnunar Is- lands. Þeir sem safnað hafa þessum steingervingum eru Guðmundur G. Bárðarson og Jóhannes Askelsson á fyrri hluta síðustu aldar, Sigríður P. Friðriksdóttir, Skarphéðinn Þórar- insson, Michael A. Akhmetiev, Ragnheiður Jónsdóttir, Leifur A. Símonarson og Walter L. Friedrich á síðasta þriðjungi 20. aldar og svo Friðgeir Grímsson á síðustu árum. Tegundalýsingin, sem hér fer á eftir, byggir á öllum þessum eintökum. Lýsing Laufblöð hrútabeykis eru einstrengja og með stilk (6. mynd). Stilkurinn er 11 til 13,5 mm langur á stórum blöðum, en allt niður í 3 til 4,5 mm á smávöxnum blöð- um. Blaðkan er 50 til 175 mm löng og 25 til 90 mm breið. Hún er samhverf eða ósamhverf, lensulaga eða breiðlensu- laga til mjóöfugegglaga, stundum egg- laga til mjóegglaga, öfugegglaga eða öfugperulaga. Hlutföll lengdar og breiddar eru 1,67-2,8. Laufblöðin eru oftast breiðust um miðbik blöðkunnar, stundum rétt ofan eða neðan við miðju. Blaðoddurinn er odddreginn og stund- um inndreginn. Blaðbotninn er oddmjór til ávalur oft eilítið hjartalaga. Á sumum eintökum má sjá að botnlægur (neðri) hluti blöðkunnar er öfugperulaga. Blað- röndin er sagtennt eða bogtennt. Þegar hvassar tennur eru til staðar finnast þær eftir allri blaðröndinni eða aðeins eftir efri hluta hennar. Tennurnar eru oftast kúptar (convex) og er botnlægur (neðri) hluti þeirra lengri en sá oddlægi (efri). Miðstrengurinn er beinn eða eilítið sveigður, sjaldan með sikksakk munstur í efri fjórðungi blaðsins. Hliðarstrengirn- ir mynda margs konar æðakerfi (6. mynd). Þeir stefna út í blaðröndina en beygja svo upp á við meðfram henni og tengjast samhliða strengjum fyrir ofan og mynda þannig falsktannlægt (pseu- docraspedodromous) strengjakerfi, eða senda strengjagrein út í tennur blað- randarinnar og mynda þannig hliðar- tannlægt (semicraspedodromous) strengjakerfi. Þar að auki má sjá hliðar- strengi sem ná alla leið út í blaðröndina og enda þar í tannoddi og er þá um tannlægt (craspedodromous) strengja- kerfi að ræða. Frá miðstrengum rísa 9-10 til 13-16 hliðarstrengir undir 40° til 60° horni frá miðstrengnum um miðbik blöðkunnar (allt að 83° við blaðbotn og niður í 27° við blaðodd). Einstöku sinn- um má greina botnstreng við blaðbotn- inn og er hann mun mjórri en venjulegir hliðarstrengir. Oftast eru 5-7 pör af hlið- arstrengjum á hverja 5 cm miðstrengs, en fæstir verða þeir 4 og flestir 14. Þver- strengir rísa hornrétt út frá hliðar- strengjunum og stefna beint eða klofna upp á leiðinni milli hliðarstrengjanna. Þverstrengir eru 4-6 á hvern sentimetra af hliðarstreng (varðveitt í tveimur frek- ar stórvöxnum laufblöðum). Horn- strengir eru frekar þykkir samanborið við þverstrengina og oft er erfitt að greina þetta fínofna strengjakerfi. Horn- strengirnir rísa hornrétt út frá þver- strengjunum. Blaðreitirnir eru allstórir og svipaðir að lögun og stærð. Þeir rað- ast reglulega og eru 4—6 hliða. Reitar- strengir eru ekki sjáanlegir. Smá- strengjakerfið við blaðröndina er boga- myndað, strengirnir tengjast saman og mynda marga litla boga sem ná ekki út í blaðröndina. Aldinin eru með stilk sem er 15 til 26 mm langur og 1,75 til 2,30 mm breiður (6. mynd). Neðri endi stilksins er áber- andi þykkur og útvíkkaður, en stilkur- inn mjókkar í átt að aldininu. Lokurnar eru 11-14 til 20-24 mm langar. Þær eru breiðlensulaga til mjólensulaga, eða egg- laga til mjóegglaga. Á hverri loku eru 20 til 35 krókar. Þeir eru breiðastir neðst, en mjókka fram í hvassan odd. Krókarnir stefna upp að oddlægum (efri) hluta lokunnar eða eru afturbeygðir og í reglu- legum röðum, en vantar stundum neðst á lokuna. 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.