Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jóhanna B. Weisshappel Mengunarálag í vistkerfi SJÁVAR VAKTAÐ MEÐ HJÁLP KRÆKLINGA Að ýmsu þarf að huga við ræktun kræklinga í búrum í þeim tilgangi að fá rétta mynd af mengunarástandi sjávar og aðgengi sjávarlífvera að þeim. Kræklingur (Mytilus edulis) hent- ar vel til vöktunar á ástandi sjávar með tilliti til mengunarefna og að- gengis lífvera í sjó að þeim. Kræk- lingur er öflugur síari sem dælir í gegnum sig miklu magni af sjó við fæðuöflun sína. Rannsóknir hafa sýnt að lífræn efnasambönd á borð við fjölhringa arómatísk kolvetnis- sambönd {polycyclic aromatic hydro- carbons, PAH) og ólífræn snefilefni, t.d. þungmálmar, geta safnast fyrir í mjúkvef kræklings.1-2-3'4 Hryggleysingjar hafa litla hæfni til niðurbrots PAH vegna lélegra ensímakerfa og því safnast PAH fyrir í vefjum þeirra.5A7 Málmar geta hins vegar skolast út úr vefjum líf- vera ef mikið af þeim safnast þar fyrir. Akveðið ferli fer af stað í frumum vefja sem felur í sér mynd- un afeitrunarprótína sem nefnast málmþíonín sem bindast við málm- ana og koma af stað útskolun þeirra.7-8 Itarleg umhverfisvöktun er nauð- synleg í nágrenni iðjuvera og ann- arrar mengandi starfsemi. I um- hverfisvöktun felast rannsóknir á ástandi lífvera á landi og í sjó og mælingar á magni mengunarefna, sem rekja má til viðkomandi iðju- vers, í lífverum, andrúmslofti, úr- 1. mynd. Sæmundur fróÖi, bátur í eigu Líffræðistofnunar Háskólans, var notaður við rannsóknirnar. - A boat from the Biological Institute of the University of Iceland, was used in the investigations. Ljósm./Photo: Jóhanna B. Weisshappel. komu, ferskvatni og öðrum þáttum í nágrenninu. Sumarið 2004 fóru fram rann- sóknir á uppsöfnun efnamengunar í kræklingum sem hafðir voru í búr- um í nágrenni iðjuveranna á Grundartanga í Hvalfirði. Rann- sóknirnar voru hluti af umhverfis- vöktun Norðuráls á Grundartanga og grunnrannsóknum hugsanlegrar rafskautaverksmiðju á Katanesi. Bakgrunnsgildi eru mælingar á við- miðunarstað austan við Katanes og að hluta niðurstöður kræklinga- rannsókna sem fram fóru við Grundartanga árið 2000.9 Niður- stöður þeirra rannsókna gáfu ekki til kynna neina uppsöfnun meng- unarefna í kræklingi. Þess ber þó að geta að búr með kræklingum sem höfð voru næst álveri Norðuráls, á stöð 2, glötuðust. Greinarhöfundur sá um skipu- lagningu rannsóknanna og bar, ásamt Halldóri Pálmari Halldórs- syni á Rannsóknastofu í sjávarlíf- fræði við Líffræðistofnun Háskól- ans, ábyrgð á og sá um þann hluta rannsóknanna sem sneri að undir- búningi lagna með búrum og rækt- un kræklinga í þeim.10 Bátur í eigu Líffræðistofnunar Háskólans, Sæ- mundur fróði, var notaður (1. mynd). Krani í bátnum var notaður Náttúrufræðingurinn 74 (3-4), bls. 103-108, 2006 103

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.