Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jóhanna B. Weisshappel Mengunarálag í vistkerfi SJÁVAR VAKTAÐ MEÐ HJÁLP KRÆKLINGA Að ýmsu þarf að huga við ræktun kræklinga í búrum í þeim tilgangi að fá rétta mynd af mengunarástandi sjávar og aðgengi sjávarlífvera að þeim. Kræklingur (Mytilus edulis) hent- ar vel til vöktunar á ástandi sjávar með tilliti til mengunarefna og að- gengis lífvera í sjó að þeim. Kræk- lingur er öflugur síari sem dælir í gegnum sig miklu magni af sjó við fæðuöflun sína. Rannsóknir hafa sýnt að lífræn efnasambönd á borð við fjölhringa arómatísk kolvetnis- sambönd {polycyclic aromatic hydro- carbons, PAH) og ólífræn snefilefni, t.d. þungmálmar, geta safnast fyrir í mjúkvef kræklings.1-2-3'4 Hryggleysingjar hafa litla hæfni til niðurbrots PAH vegna lélegra ensímakerfa og því safnast PAH fyrir í vefjum þeirra.5A7 Málmar geta hins vegar skolast út úr vefjum líf- vera ef mikið af þeim safnast þar fyrir. Akveðið ferli fer af stað í frumum vefja sem felur í sér mynd- un afeitrunarprótína sem nefnast málmþíonín sem bindast við málm- ana og koma af stað útskolun þeirra.7-8 Itarleg umhverfisvöktun er nauð- synleg í nágrenni iðjuvera og ann- arrar mengandi starfsemi. I um- hverfisvöktun felast rannsóknir á ástandi lífvera á landi og í sjó og mælingar á magni mengunarefna, sem rekja má til viðkomandi iðju- vers, í lífverum, andrúmslofti, úr- 1. mynd. Sæmundur fróÖi, bátur í eigu Líffræðistofnunar Háskólans, var notaður við rannsóknirnar. - A boat from the Biological Institute of the University of Iceland, was used in the investigations. Ljósm./Photo: Jóhanna B. Weisshappel. komu, ferskvatni og öðrum þáttum í nágrenninu. Sumarið 2004 fóru fram rann- sóknir á uppsöfnun efnamengunar í kræklingum sem hafðir voru í búr- um í nágrenni iðjuveranna á Grundartanga í Hvalfirði. Rann- sóknirnar voru hluti af umhverfis- vöktun Norðuráls á Grundartanga og grunnrannsóknum hugsanlegrar rafskautaverksmiðju á Katanesi. Bakgrunnsgildi eru mælingar á við- miðunarstað austan við Katanes og að hluta niðurstöður kræklinga- rannsókna sem fram fóru við Grundartanga árið 2000.9 Niður- stöður þeirra rannsókna gáfu ekki til kynna neina uppsöfnun meng- unarefna í kræklingi. Þess ber þó að geta að búr með kræklingum sem höfð voru næst álveri Norðuráls, á stöð 2, glötuðust. Greinarhöfundur sá um skipu- lagningu rannsóknanna og bar, ásamt Halldóri Pálmari Halldórs- syni á Rannsóknastofu í sjávarlíf- fræði við Líffræðistofnun Háskól- ans, ábyrgð á og sá um þann hluta rannsóknanna sem sneri að undir- búningi lagna með búrum og rækt- un kræklinga í þeim.10 Bátur í eigu Líffræðistofnunar Háskólans, Sæ- mundur fróði, var notaður (1. mynd). Krani í bátnum var notaður Náttúrufræðingurinn 74 (3-4), bls. 103-108, 2006 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.