Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
4. mynd. Búrin voru sótt um miðjan september, kræklingarnir losaðir úr búrunum ogfrystir þegar í land var komið. Næsta skref var
að gera ýmsar mælingar á og í kræklingunum. - The cages were retrieved in mid-September, the mussels released from the cages and
then put into afreezer. The next step was to make various measurements in the mussels. Ljósm./Photo: Halldór P. HaUdórsson/Jóhanna
B. Weisshappel.
voru 120 kræklingar (lengd skelja:
40-45 mm) sem var deilt jafnt niður í
þrjú búr (20 kræklingar í hverju
hólfi). Reynt var að velja eingöngu
einstaklinga í góðu ástandi í búrin.
í byrjun júlí voru 6 lagnir færðar á
jafnmargar stöðvar utan við Grund-
artanga og Katanes og hafðar þar í 2
mánuði. Ein lögn var sett í frysti sem
viðmiðunarsýni 1 og ein höfð áfram
á viðmiðunarstaðnum í tvo mánuði
(viðmiðunarsýni 2). Eftirlitsferð var
farin eftir mitt ræktunartímabilið.
Um miðjan september voru lagnirn-
ar teknar upp, kræklingarnir losaðir
úr búrunum (4. mynd) og frystir
þegar í land var komið.
Áherslur við ræktun
í rannsókninni var mikið lagt upp
úr því að skapa sem bestar aðstæð-
ur fyrir kræklingana í búrunum.
Stuðst var við staðlaðar aðferðir við
kræklingavöktun, m.a. ASTM-stað-
alinn frá árinu 2001.12 Þess var gætt
að kræklingarnir gætu óhindrað
síað sjó allan ræktunartímann og
hefðu gott rými til vaxtar. Einnig
var þess vandlega gætt að kræk-
lingarnir löskuðust ekki við með-
höndlun.
Mælingar að ræktun lokinni
Á Rannsóknastöðinni í Sandgerði
var dánartíðni kræklinganna metin.
Því næst voru 50 einstaklingar af
svipaðri lengd (~ 55 mm) valdir af
hvoru dýpi úr hverri lögn og þeir
mældir með tilliti til vaxtar og
holdafars (lengd, hæð, þykkt skelja,
heildarþyngd kræklinga, þyngd
vöðva og þyngd skelja).
Á vegum Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins voru eftirtaldir þætt-
ir mældir í mjúkvef:
• Þurrefni, aska, salt og fita.
• 23 PAH, 8 þungmálmar (járn,
kadmín, kopar, króm, kvika-
silfur, nikkel, sink, vanadín),
selen, arsen, blý, ál og flúor.
Niðurstöður mælinganna lágu fyrir
fyrri hluta árs 2005 og verður fjallað
stuttlega um þær hér á eftir.
Að ýmsu þarf að huga
Að mati greinarhöfundar er eftir-
litsferð á miðju ræktunartímabilinu,
að loknum hrygningartíma kræk-
linganna, mikilvægur hluti af vökt-
un á mengunarástandi sjávar með
hjálp kræklinga. í rannsókninni í
Hvalfirði sumarið 2004 voru búrin
tekin upp eftir að hafa verið í rúm-
lega einn mánuð á stöðvum og við-
miðunarstað. Tilgangurinn var að
kanna ástand búra og kræklinga. I
ljós kom að búrin voru nánast þak-
in 1-2 mm stóru kræklinga-ungviði,
auk nokkurs magns þörunga og
ásæta á borð við hrúðurkarla og
mosadýr (5. mynd). Búrin voru
burstuð að utan, ofangreindar líf-
verur fjarlægðar og búrin sjósett á
ný (6. mynd).
I rannsókn sem þessari er nauð-
synlegt að hafa kræklingana í sjó-
num í a.m.k. einn mánuð eftir að
hrygningu lýkur svo að þeir geti
safnað í sig mengunarefnum í stað
þess magns sem hugsanlega var los-
að með kynvef við hrygningu.13 Þó
verður að gæta þess að kræklingarn-
ir séu ekki hafðir of lengi í sjó (2-3
mánuðir duga vel) svo að tryggt sé
að sá styrkur mengunarefna sem
mælist í þeim sýni raunverulegt
ástand sjávar hverju sinni. Ýmsar
rannsóknir hafa sýnt að skeldýr sem
eru lengi í sjó menguðum af þung-
málmum geta aðlagast aðstæðum
með myndun málmþíonína (afeitr-
unarprótín) sem geta komið af stað
útskilnaði málmanna úr vefjum dýr-
anna. Einnig er meiri hætta á að búr
tapist eða verði fyrir áföllum af
völdum utanaðkomandi þátta eftir
105