Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 46
Náttúrufræðingurinn
5. mynd. íeftirlitsferð eftir að búrin höfðu veriðá stöðvum og á viðmiðunarstað í rúman mánuð kotn íIjós aðþau voru þakin ungviði kræk-
linga. Greinarhöfundur er efst til vinstri á myndinni. - A good month after the cages were placed at the stations and control site, an in-
spection revealed that they zvere almost covered with juvenile mussels. Ljóstn./Photo: Halldór P. Halldórsson/Jóhanna B. Weisshappel.
því sem þau eru höfð lengur í sjó.
Skipaumferð um vöktunarsvæðið
getur haft slík áhrif, auk þess sem
t.d. æðarfuglar og krossfiskar eru
sólgnir í krækling (7. mynd). Rækt-
un að sumarlagi er einnig talin mun
öruggari en á öðrum árstímum þar
sem hætta er á að slæm veður, ísing
og meiri ólga sjávar geti skaðað búr-
in á öðrum árstímum.
Niðurstöður
OGÁLYKTANIR
Ræktun kræklinga
Að lokinni ræktun kræklinganna
kom í ljós að kræklingarnir höfðu
dafnað vel allan ræktunartímann og
dánartíðni var mjög lítil. Að meðal-
tali voru átta kræklingar dauðir af
120 á hvoru dýpi eða 6,4% (staðal-
frávik 2,4). Skoðun á skeljum
dauðra kræklinga benti til þess að
þeir hefðu verið dauðir eða nær
dauðir í upphafi rartnsóknarinnar.
Þegar kræklingarnir voru valdir í
upphafi var oft erfitt að ganga úr
skugga um ástand þeirra. Þetta sýn-
ir að í rannsókn sem þessari ætti
ekki að velja einstaklinga sem vafi
leikur á að séu í góðu ástandi. Hér
er þó bent á að 120 kræklingar á
hvoru dýpi er ríflegt magn til mæl-
inga. Því gefur fjöldi kræklinga í
búrum ákveðið svigrúm hvað varð-
ar þætti sem erfitt er að ráða við í
slíkum rannsóknum.
Ljóst er að ef búrin hefðu ekki ver-
ið hreinsuð að utan í eftirlitsferðinni
hefði sjór ekki átt jafngreiða leið í
gegnum þau á seinni hluta ræktun-
artímabilsins. Þá er hugsanlegt að
minna streymi sjávar inn í búrin
hefði haft áhrif á niðurstöður mæl-
inganna.
Rannsóknin í Hvalfirði sýndi að
ef farið er eftir stöðluðum aðferð-
um, þess gætt að dýrin séu í góðu
ástandi í upphafi, geti síað sjó
óhindrað allan ræktunartímann og
hafi gott pláss til vaxtar, eiga kræk-
lingarnir að dafna vel í búrunum.
Gera má ráð fyrir að sá styrkur
mengunarefna sem mælist í kræk-
lingi sem „líður vel" endurspegli
raunverulegt ástand sjávar yfir
ræktunartímabilið eða að minnsta
kosti þess hluta sem aðgengilegur
er lífverum á borð við kræklinga.
106