Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þorgils Jónasson Gull og vatn f Reykjavík Reykjavík og vatnsöflunarvandinn Lengi vel var þéttasta byggðin í Reykjavíkurþorpi á Sel- tjarnarnesi aðeins í lægðinni - kvosinni - á milli Landakotshæð- ar að vestan og Skólavörðuholtsins austan megin. Fyrsta útmælda kaupstaðarlóð1 Reykjavíkur árið 1787 var á þessum skika. Aðgengi að sjó var í norður en að- eins bryggjunefnur lengst af fyrir báta. Ekki var hægt að tala um höfn fyrr en eftir að Reykjavíkurhöfn var byggð á árunum 1913-1915. Sunnan byggðar var Reykjavíkur- tjörn og lengra í suður sjálf Vatns- mýrin. Frá Reykjavíkurtjörn rann Lækurinn til norðurs og til sjávar. Landakotshæðin er ávöl og slétt, hæst um 30 metra yfir sjó. Hlíðar- hús voru norðan megin á hæðinni, snemma byggð úr landi Reykjavík- ur. Eitt elsta úthverfi í Reykjavík er Grjótaþorpið neðst í Landakotshæð næst Aðalstræti. Skólavörðuholtið er hins vegar hæst um 40 metra yfir sjó og stórt að flatarmáli. Það nær frá sjó að norð- an að Vatnsmýri að sunnan og frá Norðurmýri að austan að Kvosinni að vestan. Byggðin á Skólavörðu- holtinu sem liggur að Kvosinni er oftast kölluð Þingholtin. Skugga- hverfið er norðan og sjávarmegin á Skólavörðuholtinu. Þrátt fyrir nálægðina við Tjörnina og Vatnsmýrina voru vatnsból á hinu forna Seltjarnarnesi flest lök „nema í Víkurbrunni eða Hlíðar- húsa".2 Víkurbrunnur er auðvitað Ingólfsbrunnur í Aðalstræti 9. Um miðja 19. öldina var Ingólfsbrunnur nefndur Prentsmiðjupósturinn. Fyrsta handvirka brunndælan - vatnspóstur - var með vissu komin á Ingólfsbrunn um 1760.3 Margir gamlir brunnar voru á Landakotshæðinni, t.d. Brunnhúsa- lind á lóðinni Suðurgötu 11 (1. mynd). Einn besti brunnur Reykja- víkur fyrir vatnsveituna úr Gvend- arbrunnum var á horni Ægisgötu og Túngötu - eign Landakotsspít- ala4 - sprengdur og grafinn sumarið og haustið 1902. Einn innfæddur Vesturbæingur af Landakotshæð- inni, Magnús Runólfsson (1905- 1988) togaraskipstjóri, fullyrðir ... „að heimabrunnar hafi verið við öll betri hús í Vesturbænum".5 Margir brunnar voru og vestan og norðan í Skólavörðuholtinu. Skál- holtskotslind var þar sem Mæðra- garðurinn er nú við Lækjargötu; Bakarapósturinn neðst í Bakara- brekkunni, á mótum Lækjargötu og Bankastrætis; og Sölvhólslind var vestan við Skuggahverfið. í miðju Skuggahverfinu voru Nikulásar- kotslind vestan við Klapparstíginn og Móakotslindin við Lindargöt- una. Götunöfnin Vatnsstígur og Lindargata í Skuggahverfinu segja söguna með nafni sínu. Kunnur brunnur er einnig við Bjarnaborg- ina - sjávarmegin við Hverfisgöt- una (Skuggahverfisgötuna). Tveir brunnar voru rétt vestan Lækjar. Annar var Zimsenbrunnur á lóðinni Hafnarstræti 23 og hinn Thomsensbrunnur á miðju Lækjar- torgi - með vatni sem var með römmu saltbragði. Báðir brunnarnir voru kenndir við fyrstu eigendur sína, dönsku kaupmennina Carl Franz Zimsen (f. 1812) og Ditlev Thomsen (f. 1803).1 Fyrir norðan áðurnefnda Norður- mýri er Rauðarárholt í landi jarðar- innar Rauðará. Pétur Hjaltested (1867-1953), úr- Náttúrufræðingurinn 74 (3-4), bls. 109-117, 2006 109

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.