Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags borstjóri (umsjónarmaður) á högg- bornum eftir að Jonas Popp fór aft- ur utan eftir aðeins rúma mánaðar- dvöl í Reykjavík.21 Þegar hætt var að bora, líklega í nóvember haustið 1907, var holan orðin yfir 70 metra djúp, eða 230 dönsk fet. Eitt danskt fet er 0,3139 metrar. Hér er gert ráð fyrir því að með þýska höggbornum hafi aðeins ver- ið boruð ein hola en Arnór Arnason fullyrðir að tvær holur hafi verið boraðar með honum, án þess að hann nefni dýpi nema á annarri hol- unni.22 Sama gildir um þennan höggbor sem þann fyrri að engin vél er lík- legri á þessum tíma en einhver meðfærileg glóðarhausvél til þess að vera í hlutverki orkugjafans langt úti í mýri. Það gefur augaleið að ekki stóðu menn í því að flytja gufuvél, þungan stálketil, kol og vatn með bornum þegar glóðar- hausvél dugði. Vissulega segir Meyvant á Eiði í ævisögu sinni að gufuvél hafi knúið borinn en ég giska á að það sé misminni eða mis- skilningur. Sýni til greiningar voru um 300 að tölu. Asgeir Torfason, efnafræðing- ur landsins, greindi sýnin. Tvenn- um sögum fer af gulli og öðrum góðmálmum. Þorsteinn Kjarval fullyrðir að vottur af gulli hafi fund- ist í einu sýni. A fundi í Málmi 20. júní 1908 lýsti Sturla Jónsson for- maður stjórnar hins vegar betri afla og vitnaði í Ásgeir Torfason. Gull væri að finna í sýnum kringum 42 metra dýpi og silfur fyrir ofan og neðan. Einnig hefði fundist sink í nokkrum sýnum.23 Ekkert meira var borað með þess- um þýska höggbor. Ekki þekki ég neina mynd af honum. Auðvitað kölluðu margir Reykvíkingar hann á sínum tíma Gullborinn. Ekki má samt rugla honum saman við Gull- borinn sem fjallað er um í næsta kafla. Bormenn gengu frá höggbornum til geymslu, skrúfuðu sundur, smurðu og reifuðu. Líklega var geymslustaðurinn í Gullmýrinni SNIO J. HANSENS, FRÁ 1905 SNIÐ HELGA H. EIRÍKSS0NAR Dagsett 2. maí 1923 0 Dýpi 20 - ■"."O £l* Mýri, mýrarjarðvcgur Sandur og grjót Berg,mishart ÍT jjVj. Kurlað berg, "leir eða öskublandað’ Berg, mishart Sandsteinn Hart berg Harður sand- og leirsteinn Mýkra Harður sand- og leirsteinn s m Leir og sandsteinn, skeljar Harður sand- og leirsteinn (Leir og sandur 3" þar í gull eða málmur. Borinn Leir og sandur 3“ sem tekinn var upp sýndi að hann hefði nuddast við gull eða málm, þó ekki nógtil neinnar rannsóknar MjögharSur [Má,murj. leirogjám 13" Sandur ogleir Leir, sandur, jám og málmur l*/4" + mjög harður leir og járn 3" Leir, sandur, jám og málmur 3. mynd. Borholusnið úr Vatnsmýri. Snið- iri eru gerð eftir borskýrslum frá 1905 og 1923. Engar borskýrslur hafa fundist um borunina 1907. Holurnar eru skammt frá hvor annarri og sömu jarðlögin sjást íþeim báðum ofantil. Neðar eru þær ólíkari og þar verður Hansen borstjóri var við gull við borunina 1905 en Helgi H. Eirtksson finn- uraðeins brennisteinsjárn (glópagull FeS2) og brennisteinseir (koparkís CuFeS2) þegar borað er 1923. Mór Hraunvölurogaur Grásteinn Lag af brunasandi og leir Grásteinn Grásvart hart basalt Hart basalt með smá leirlögum Svartur sandleir með hraungjallsflögum Holótt brunahraun, basískt Hart og þétt svart dólerít Grár malarleir með steingerðum skeljum, brennisteinsjámi og brennisteinseir Jökulleir Basalt með leirflögum Jökulleir, fyrst Ijós, svo svartur Fíngert, þétt hraungrjót Botn nálægt þar sem gamli Laufásvegur- inn og Hafnarfjarðarvegurinn koma saman. Árni Óla (1888-1979), rit- höfundur og blaðamaður á Morg- unblaðinu í áratugi, fullyrðir að borinn hafi orðið ónýtur í nágrenni gamla Hafnarfjarðarvegarins.24 Gullborinn Margir Reykvíkingar töldu að ekki væri fullreynt að finna gull í Gull- mýrinni en leit með jarðborun var ekki reynd næsta áratuginn og vel það. Á þessum tíma höfðu orðið 113

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.