Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 60
Fréttir Mataræði inúíta, ATKINSKÚRINN OG PEPTÍÐ'YY Vilhjálmur Stefánsson sýndi fram á það snemma á síðustu öld að inúítar á norðurslóð lifa góðu lífi, lausir við hörgulsjúkdóma og offitu, á sem næst kolvetnalausu mataræði þar sem uppistaðan er fiskur, kjöt og spik. Upp úr 1970 mælti bandarískur læknir, Robert Coleman Atkins, með sams konar mataræði sem leið hl megrunar án þeirra sultarpísla sem hefðbundnir matarkúrar leggja á neytendur. Villrjálmur Stefánsson og Robert Atkins urðu að þola gagnrýni fræðimanna, enda gengu niðurstöður þeirra gegn „heilbrigðri skynsemi" matvælafræðinnarl þar sem áhersla er lögð á grænmeti og ávexti en varað við þungum og feitum mat. Ekki veit ég til þess að Vilhjálmur hafi gefið neina skýringu á áhrifum þessa matar umfram þá að þjóðir veiðimanna hefðu lifað góðu lífi á honum um aldaraðir. Atkins mun hafa talið að matarkúrinn sem við hann er kenndur breytti farvegum efnaskiptanna þannig að líkaminn gengi á fituforða líkamans þegar lítið væri um kolvetni í fæðunni. Sumir næringarfræðingar höfnuðu hugmyndum Atkins einfaldlega sem sérviskulegri dellu. Aðrir lýshi áhyggjum yfir því að langvarandi neysla slíks kosts myndi valda heilsuspillandi næringarskorti. En almenningur tók boðskap hans fagnandi og bækur hans hafa selst betur en nokkur manneldisrit önnur sem sögur fara af. Atkins safnaði því æmum auði og hluta af honum, eða þrjár milljónir dala, lagði hann í sjóð hl að standa undir óháðum rannsóknum í martneldisfræði þar sem leggja áth mat á fræði hans. Atkins lést af slysförum sumarið 2003 og lifði ekki að sjá árangur þessara rannsókna. En 2004 birtust tvær rannsóknaskýrslur frá virtum stofnunum þar sem staðfest var að feitir menn, en að öðru leyti heilbrigðir, Gengið í SILKISLÓÐ Kóngulær ganga lóðrétt og hangandi jafnfimlega og flugur og önnur skordýr og nýta eins og þau viðloðun loðinna fóta til að halda sér og ná auk þess tökum á ójöfnum með beittum klóm. En nú er komið í ljós að kóngulær, í það minnsta hinar stærstu, yfirvinna þyngdarkraftinn með enn einu tæki, sem vart getur talist neitt leynivopn þegar þessi dýr eiga í hlut, þar sem eru silkiþræðir. Með spunavörtum aftan á afturbolnum spinna kóngulær einar sex gerðir af silki, sem þær blanda á ýmsa lund við gerð veiðivefja, sem umbúðir um bráð, sem svifþráð ungkóngulóar í landaleit eða sem umbúðir fyrir sæði karls á biðilsbuxum, svo nokkuð sé nefnt. Örnólfur Thorlacius tók saman sem neyttu mikils prótíns og fitu en spöruðu við sig kolvetnin léttust meir og höfðu hagstæðara hlutfall fituefna í blóði og öðrum líkamsvökvum en sambæri- legir menn sem lögðu á sig hefðbundna, kolvetnisríka og fituríka megrunarkúra. Nú er ljóst að prótínrík fæða kallar fram methmar- kennd hjá þeim sem fara að ráðum Atkins um mataræði. Þeir eru því á kalóríusnauðum matarkúr án þess að láta neitt á móti sér annað en kolvetnin. Og skýringin er nýlega fengin: Boðefni eða hormón, kallað „peptíð-YY", myndast í meltingarfærunum þegar matar er neytt og orkar á stöðvar í undirstúku heilans og kallar fram methinarkennd. Verkun þessa boðefnis hafa menn þekkt alllengi, en nú hafa Rachel Batterham og sam- starfsmenn hennar við University College í Lundúnum sýnt fram á að mmi meira myndast af því í slímhúð melhngarfæranna þegar ehð er prótín heldur en af neyslu kolvetnis sem veihr líkamanum sama orkumagn, jafnmargar kalóríur. Auk þess sem tilraunir og efna- skiptamælingar á mönnum staðfestu þetta komu við sögu tilraunamýs, þannig stökkbreyttar að þær mynda ekki boðefnið pephð-YY. Þær hlupu í spik þegar þeim var gefinn músamahir sem samsvarar atkinskúr hjá mönnum en lögðu af þegar þær fengu jafnframt hæhlegan skammt af peptíðinu. Reynslunni ríkari af fánýh eða meinlegum auka- verkunum ýmissa megrunaraðferða benda þau Baher- ham á að þörf sé frekari rannsókna áður en hægt verði að draga traustar ályktanir og gera tillögur um hltekna samsetningu fæðunnar með hliðsjón af langhma öryggi og verkun. Sjá „Kolvetnin og kílóin“ eftir höfund þessa pistils í Heima er best 54/6, bls. 258-260, 2004. „Y oh Y“. The Economist 9. sept. 2006, bls. 76-77. Auk þess voru sóttar á netið vísanir í verk Batterhams o.fl., t.d. í New England Journal of Medicine 4. sept. 2006. Auk spunakirtla á afturbolnum hafa fræðimenn nú fundið litla spunastúta á endum fóta stórrar fuglakóngulóar, sebratarantúlunnar á Costa Rica, Aphononopelma seemanni. Úr þeim kemur límkennt silki sem skorðar fætur kóngulóarinnar á hvers kyns refilstigum, sömu gerðar og silkið sem aðrar kóngulær spinna hl að festa burðarþræði í vefjum sínum við greinar, shá, steina eða annað fast undirlag. Efhr er að vita, eins og höfundar greinarinnar benda á, hvort upphaflegt hlutverk kóngulóasilkis hefur verið hl gangs eða veiða. Stanislav N. Gorb o.fl. "Silk-like secretion from tarantula feet". Nature 28. sept. 2006, bls. 407. 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.