Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Páll Einarsson
BREIÐBOBBINN (OXYCHILUS
DRAPARNAUDI (BECK, 1837))
ENDURFUNDINN Á ÍSLANDI
Igrein Árna Einarssonar1 um
landkuðunga á íslandi er m.a.
fjallað um nýfundna tegund,
Oxychilus draparnaudi (Beck, 1837),
sem hann nefnir breiðbobba. Breið-
bobbann fann Árni við Tjörnina í
Reykjavík árið 1965, en þegar
greinin var skrifuð hafði hann ekki
fundið hann um nokkurra ára skeið
þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan.
Helst leit út fyrir að tegundin hefði
dáið út hér á landi. Leið nú fram til
1989 en þá flutti ég í íbúð að Lauf-
ásvegi 26 í Reykjavík. Þegar farið
var að róta í garðinum við húsið
kom í ljós að þar lifði breiðbobbinn
góðu lífi í grasi og laufhrúgum (1.
mynd). Einnig kom í Ijós að hann
lifði á nálægum lóðum, einkum á
gamalli óræktarlóð á mótum Lauf-
ásvegar og Hellusunds þar sem síð-
ar var byggt yfir sendiráð Bretlands
og Þýskalands. Síðar fannst breið-
bobbi við Hólavallagötu, Hólatorg
og Fjólugötu svo hann hefur greini-
lega náð góðri fótfestu umhverfis
Kvosina í Reykjavík. Auk þessara
staða eru skráðir í gagnagrunn
Náttúrufræðistofnunar fundarstað-
ir við Ásvallagötu árið 1998 og í
Hafnarfirði, við Hraunbrún árið
2003 og Norðurbraut árið 2004.
1. mynd. Breiðbobbi áferð ígarðinum að Laufásvegi 26. Blái liturinn er einkennandifyr-
ir dýrið. - Oxychilus draparnaudi moving about in a garden in central Reykjavík. The
blue colour ofthe animal is one ofthe characteristics ofthe species. Ljósm./Photo: Oddur
Sigurðsson.
Náttúrufræðingurinn 74 (3^), bls. 121-123, 2006
121