Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 62
Náttúrufræðingurinn
1. tafla. Átta tegundir af ættinni Zonitidae hafa fundist á íslandi. - Eight
species ofthefamily Zonitidae have beenfound in lceland.
Vitrea crystallina (O.F. Muller, 1774) kristalbobbi
Vitrea contracta (Westerlund, 1871) agnarbobbi
Aegopinella pura (Alder, 1830) grundarbobbi
Nesovitrea hammonis (Ström, 1765) geislabobbi
Oxychilus alliarius (Miller, 1822) laukbobbi
Oxycliilus draparnaudi (Beck, 1837) breiðbobbi
Zonitoides nitidus (O.F. Muller, 1774) vallbobbi
Zonitoides arboreus (Say, 1816) húsabobbi
Ætterni
Ættkvíslin Oxychilus tilheyrir ætt-
inni Zonitidae. Sameiginleg ein-
kenni ættarinnar er þunn, glansandi
og gegnsæ skel. Kuðungurinn er
undinn upp í nokkuð flata skífu
sem er með kúptu ummáli. Útrönd
munnans er þunn og ekki útsveigð.
Saumurinn er grunnur og munna-
saumurinn er ekki niðurbeygður.
Eftir að dýrið drepst veðrast kuð-
ungurinn fljótt og verður mattur og
ógegnsær. Þá getur verið erfitt eða
jafnvel ógerningur að greina kuð-
unginn til tegundar.
í ættinni Zonitidae hefur verið
lýst nokkur hundruð tegundum
sem dreifast um nær alla jörðina, að
meirihluta þó um norðurhvel.
Oxychilus er stærsta ættkvíslin.
Mest er tegundafjölbreytnin í suð-
austanverðri Evrópu og suðvestan-
verðri Asíu. í Tyrklandi hafa t.d.
fundist a.m.k. 28 tegundir af
Oxychilus2. í Mið-, Norður- og Vest-
ur-Evrópu eru tegundirnar aðeins
12, og aðeins 3 þeirra lifa í Norður-
Evrópu og Skandinavíu3. Ein þeirra
er O. cellarius (O.F. Muller, 1774)
sem er frumfyrirmynd ættkvíslar-
lýsingarinnar (type of the genus).
Hana mætti kalla kjallarabobba.
Kjallarabobbinn er algengur víða
um heim og hefur líklega breiðst út
með umsvifum mannsins. Hann
hefur þó ekki fundist enn hér á
landi. Ef litið er til mikillar aðlög-
unarhæfni þessarar tegundar er
það varla nema spurning um tíma
hvenær hún flyst hingað til lands,
sérstaklega í ljósi þess að breið-
bobbinn, sem er ekki eins harðgerð
tegund, er þegar kominn hingað og
virðist þrífast ágætlega. Nokkrar
tegundir af ættinni Zonitidae
finnast hér á landi, sjá 1. töflu.
Þetta eru yfirleitt harðgerðustu teg-
undir ættarinnar og þær sem hafa
mesta aðlögunarhæfni, þ.e. þær
sem finnast við fjölbreytilegust skil-
yrði. Þær eru hér yfirleitt við norð-
urmörk útbreiðslusvæðis síns.
Heiti
Latína: Oxychilus draparnaudi (Beck,
1837)
Enska: Draparnaud's glass snail
Þýska: Grofie Glanzschnecke
Danska: Draparnauds glanssnegl
LÝSING
Einkenni ættarinnar, sem talin eru
að framan, eiga vel við um breið-
bobbann. Kuðungurinn hefur
5-5 Ý2 vinding og fíngerðar en
óreglulegar vaxtarrákir. Vaxtarrák-
irnar líkjast stundum fíngerðum
fellingum, einkum nálægt saumn-
um. Liturinn á skelinni er ljósbrúnn
eða fölgulleitur. Liturinn á dýrinu
er mjög einkennandi fyrir tegund-
ina og sést hann vel í gegnum hálf-
2. mynd. Safn af átta breiðbobbum úr garðinum við Laufásveg 26; mælikvarðinn sýnir
cm. - A collection of eight snails o/Oxychilus draparnaudi from Reykjavík. The scale
is in cm.
122