Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 69
Náttúrufræðingurinn
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
A
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði 74. árg. 3.-4. tbl. 2006
Leiðbeiningartil HÖFUNDAUM FRÁGANG GREINA
Hér á eftir fara leiðbeiningar sem
stjórn HÍN hefur sampykkt um
frágang greina sem höfundar eru
vinsamlega beðnir að kynna sér og
fylgja þegar þeir ganga frá handriti til
Náttúrufræðingsins.
Almennt
Náttúrufræðingnum var hleypt af
stokkunum árið 1931 til þess að
vera alþýðlegt fræðirit um
náttúrufræði handa Islendingum
og hefur ritstjórnarstefna hans
verið óbreytt að þessu leyti frá
upphafi. Höfundar eru beðnir um
að hafa þetta í huga við skriftirnar.
Náttúrufræðingurinn birtir efni um
öll svið náttúrufræða og má skipta
því í fimm flokka: (1) alþýðlegar
yfirlitsgreinar um ákveðin svið, (2)
hefðbundnar greinar um rann-
sóknir og niðurstöður þeirra, (3)
athugasemdir, fréttir og tilkynn-
ingar, (4) gagnrýni og ritfregnir um
náttúrufræðileg efni og (5) eftir-
mæli um náttúrufræðinga. Al-
mennt er óskað eftir því að greinar
séu stuttar og hnitmiðaðar. Mælst
er til þess að greinar í öðrum flokki
séu ekki lengri en 16 prentaðar
síður (A4) og að þeim fylgi enskt
yfirlit sem og töflu- og mynda-
textar á ensku. Aðrar greinar eiga
að vera mun styttri og ekki er
ætlast til að þeim fylgi enskir
textar.
Ritstjórn fer yfir handrit og getur
gert tillögur til höfunda um
breytingar á þeim. Greinar í fyrsta
og öðrum flokki fá faglega ritrýni
eins og tíðkast í vísindatímaritum. í
því skyni leitar ritstjórn umsagnar
færustu manna á hverju sviði um
efni greina og sendir þær
athugasemdir til höfunda.
Handrit
Handriti að grein skulu höfundar
skila á tölvutæku formi ásamt
útprentun á A4-pappír. Spássíur
skulu vera rúmar (>3 cm) fyrir
leiðréttingar og ábendingar. Blað-
síður skulu tölusettar.
Kynning á vef HÍN
Ágrip á íslensku til birtingar á vef
Hins íslenska náttúrufræðifélags
(http://www.hin.is) skal fylgja
greinum sem fjalla um alþýðlegar
yfirlitsgreinar (fyrsti flokkur), hefð-
bundnum greinum um rannsóknir
(2. flokkur) og eftirmæli (5.
flokkur). Ágripið á að draga fram
meginatriði greinar í stuttu máli.
Æskilegt er að lengd þess sé ekki
meiri en 250 orð. Með ágripinu eiga
að fylgja allt að sex lykilorð sem
eru lýsandi fyrir efni greinarinnar.
Framsetning og niðurröðun efnis
Höfundar eru hvattir til þess að
vanda frágang handrita svo sem
framast er kostur og fylgja þeim
leiðbeiningum sem hér eru gefnar.
Þeim er jafnframt bent á að skoða
frágang greina í nýjustu heftum
Náttúrufræðingsins hverju sinni og
hafa til fyrirmyndar við vinnslu
handrita.
1. Titilsíða gefur heiti greinar og
skal það vera stutt og gefa glögga
mynd af því sem greinin fjallar um.
Undir heiti komi nafn höfundar/
höfunda, stutt lýsing á ferli þeirra
og heimilisfang (póst- og netfang).
2. Texti. Inngangur skal vera
stuttur og gefa til kynna um hvað
greinin fjallar eða af hvaða tilefni
hún er skrifuð. Um greinar í öðrum
flokki gildir að í inngangi (Intro-
duction) skal gera grein fyrir
fræðilegum bakgrunni efnis, kynna
að því búnu aðferðir, niðurstöður
og umræðu. Aðalfyrirsögn skal
vera stutt og gagnorð og segja
ótvírætt um hvað kaflinn fjallar.
Millifyr irsagnir má hafa til þess að
skipta köflum upp í smærri
einingar. Erlend orð skal nota sem
allra minnst. Þar sem ekki verður
hjá því komist skulu þau höfð í
„gæsalöppum", (innan sviga) eða
skáletruð, eftir því sem við á hverju
sinni. Þegar um nýyrði er að ræða
er æskilegt að hafa með erlend orð
sömu merkingar til glöggvunar.
Latnesk tegunda- og ættkvíslaheiti
dýra og plantna prentast skáletruð
(nema í skáletruðum texta þar sem
þau eru prentuð með beinu letri).
Tilvitnanir í heimildir skulu auð-
kenndar með hlaupandi númerum
innan sviga; sú heimild sem kemur
fyrst fyrir verður þá númer (1)
o.s.frv. íslenskir höfundar skulu
nefndir fullu nafni. Sé vitnað í
einstakling sem heimild að
óbirtum upplýsingum, skal hans
getið með nafni í meginmáli en
ekki í heimildaskrá.
129