Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 13
Landmótun í Norðurardal EFTIR ÍSÖLD STURLA FRIÐRIKSSON Þegar meginjökullinn tók að hopa af hálendi Islands í lok síðasta jökul- skeiðs hörfuðu jökultungur nokkuð sem lágu niður dali Borgarfjarðar og fram Mýrar. Við afturkipp í hlýnandi veðurfari voru jökulranar samt enn skríðandi af heiðum ofan niður Norðurárdal og um Þverár- hlíð, fram að láglendi héraðs. Þetta var fyrir 12.000 árum, á svonefndu Alftanesskeiði. Jökultungan sem lá um Norðurárdal mœtti á þessari leið sinni talsverðri fyrirstöðu við ásana í mynni dalsins. Þetta eru hœðirnar milli bœjanna Laxfoss og Munaðar- ness í Mýrasýslu. egar loftslag tók að hlýna á ný og jöklar héldu áfram að hörfa dvaldist jaðar jökultungunnar samt um tíma norðan við þessa sömu fyrirstöðu, við ásana fyrir utan dalinn. Nokkur stöðnun hafði enn orðið í hlýnuninni og hlóðust þá upp ruðnings- garðar, sem nú má sjá liggja báðum megin Norðurár við Laxfoss. Kann þetta að hafa verið fyrir 10.000 árum, eða á svonefndu Búðaskeiði. Fylgja má þessum görðum frá syðri bakka árinnar við Eyrina, urn Fossvaðið, yfir þjóðveginn og upp undir Dr. Sturla Friðriksson (f. 1922) er erfðafræðingur, fyrrverandi deildarstjóri jarðræktardeildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Hann var utn tfma formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags. Laxfosshálsinn, rétt norðan við útihús á Laxfossbænum, en þar hefur Vegagerð ríkisins stundað malarnám úr einni ruðningsöldunni. Jökultunga úr meginjöklinum á Arnar- vatnsheiði í framhaldi af Langjökli lá þá niður um eystri Borgarfjarðardalina, en gekk einnig vestur um Hvítársíðu, Þverárhlíð og Norðurárdal. Gengu þannig jökultungur báðum rnegin við Hallarmúla. Framrás og skriðstefnu vestari jökultungunnar til suðvesturs má sjá í jökulrispum á hefluðum klöppum og hvalbökum víða í dalnum, t.d. á Neðsta-Stalli, sem Veiðilækjarvegur liggur um. Og vestlægar rákir eru á Hallarmúla (Guðmundur Kjartansson 1968). Vel kann að vera að Þverárhlíðartungan hafi sveigst nokkuð til vesturs og sameinast Norðurár- dalsjöklinum. Jökull, sem skreið vestan Hallarmúla, hefur skilið eftir jökulurð við Almenninginn í Norðurá og rutt grjóti og salla upp á Rjúpnahæðina, þar sem veiðihús hefur verið reist. Hafa þessir jöklar jafnvel teygt sig fram fyrir mynni Norðurárdals og þannig lokað dalnum (1. rnynd). ■ JÖKULLÓN Asarnir fyrir franran mynni dalsins og jökultungan urðu sú fyrirstaða er hefti framgang leysingavatnsins. A síðjökultíma hefur því að baki ásanna legið stórt jökullón sem hefur fyllt dalinn, jafnvel allt upp undir Króksfoss, og hefur á einum tíma getað verið enn stærra og víðáttumeira (1. rnynd). 11 Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 11-18, 1999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.