Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 41
ÖRNÓLFUR THORLACIUS Þróun TEGUNDANNA Tilraun til samantektar á hugmyndum manna fyrr og nú 2. hluti / fyrsta hluta þessarar greinar voru rakt- ar ýmsar hugmyndir manna um uppruna og eðli lífheimsins frá upplýsingatíma, seint á sautjáiulu öld og á hinni átjándu, fram á miðja nítjándu öld. Meðal annars var greint frá tegundarhugtökum Linnés og Buffons, þróunarkenningum Eras- musar Darwins og Lamarcks, hamfara- kenningu Cuviers, samfellukenningu Lyells og hugmyndum þýsku náttúru- heimspekinganna. Hér verður jjallað um þróunarkenningu Charles Darwins og áhrif hennar á samtímamenn hans. ÞRÓUNARKENNING í MÓTUN Charles Robert Darwin (12. mynd) fæddist 12. febrúar 1809. Hann var af velbornu ensku menntafólki. Faðir hans, Robert Dar- Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Mennta- skólann í Reykjavík 1960-1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örn- ólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. win, var virtur læknir og móðirin, Susannah, sem dó meðan Charles var barn, var dóttir frægs leirkerasmiðs og postulínsgerðar- manns, Josiah Wedgwood. í latínuskóla sinnti Darwin náminu illa en eyddi tímanum í skotveiðar á hestbaki með hundum, auk þess sem hann safnaði bjöllum og steinum og skoðaði fugla. Roberl Darwin var að vonum mæddur á framferði sextán ára sonar síns og spáði þessu um framtíð hans: Þú skeytir engu nema skothundum og rottuveiðum, og þú munt verða bæði sjálfum þér og allri ætt okkar til skammar. (Chancellor 1981, bls. 53; þýðing Steindórs Steindórssonar.) Árið 1825 hóf Darwin nám í læknisfræði við Edinborgarháskóla. Það átti stórilla við hann og í ársbyrjun 1828 var hann sendur í guðfræðinám í Cambridge. Þótt mikið af tíma hans færi í veiðar og reiðmennsku og annað í sukk og spil lauk hann prófi 1831 en tók aldrei vígslu. í Edinborg og síðar í Cambridge kynntist Darwin ýmsum náttúrufræðingum og nam margt af þeim. í ágúst 1831 bauðst honum að sigla með bresku herskipi, HMS Beagle, í rannsóknaleiðangur með ströndum Suður- Ameríku og þaðan um Kyrrahaf og Ind- landshaf suður fyrir Afríku og til Englands. Robert Darwin lagðist í fyrstu gegn þessum áformum sonar síns en mágur hans - og Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 39-49, 1999. 39

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.