Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 59
r Migralions of Hernngs between 4. mynd. Göngur Norðurlandssíldarinnar milli íslands og Noregs voru sannaðar með merkingum (Árni Friðriksson & Aasen 1950). myndir sínar um göng- ur síldarinnar og lifn- aðarhætti. Bókinni fylgdi ítarlegt ágrip á ensku og var hún sann- kallað tímamótaverk. 1 annan stað tók Arni sér ferð á hendur vorið 1944 til Bandaríkjanna því að þar hafði hann frétt af nýrri aðferð til að merkja síld. I stað þess að festa útvortis- merki á bak síldarinnar fólst þessi nýja aðferð í því að lítilli stálplötu var komið fyrir í kviðarholi síldarinnar. Merkin voru síðan endurheimt í síldar- verksmiðjunum á raf- seglum sem síldar- mjölið fór fram hjá eftir að síldin hafði verið brædd. Þar sem allar merkingartilraunir með hefðbundnum aðferð- um höfðu mistekist þótti Árna nauðsyn- legt að kynnast þessari nýju aðferð og strax eftir að styrjöldinni lauk hóf hann í samvinnu við norska starfsbræður sína, einkum Olav Aasen, að undirbúa síldar- merkingar. Fyrstu merkingarnar hér við land fóru fram sumarið 1948 og strax á vetrar- vertíðinni 1949 komu fyrstu endurheimturn- ar fram við vesturströnd Noregs (4. mynd). Þannig sannaðist að Ámi hafði haft rétt fyrir sér, 14 árum eftir að hann setti ffam hugmyndir sínar í tímaritinu Ægi 1935. Þessum síldarmerkingum var fram haldið í 20 ár, eða uns norsk-íslenski sfldarstofninn hrundi í lok 7. áratugarins. Á þeim tíma komu fram mörg þúsund merki í Noregi úr sfld sem merkt hafði verið við ísland og einnig fjöldi merkja á íslandi úr sfld sem merkt hafði verið á hrygningarslóðinni við Noreg. Niðurstöður merkinganna sýndu ekki einungis göngur síldarinnar heldur reyndist unnt að nota hlutfall endurheimtra íslenskra merkja við Noreg til þess að meta stærð sfldarstofnsins í byrjun 7. áratugarins. Eins og nærri má geta varð Ámi víðfrægur af þessum rannsóknum, enda þótt norskir starfsbræður ættu ákaflega erfitt með að kyngja því að það hefði verið Islendingur sem komst að hinu sanna um göngur norsku vorgotssfldarinnar, eins og þeir kalla gjaman þennan sfldarstofn. Meira að segja Finn Devold, helsti sfldarsérfræðingur Norðmanna á þessum ámm og mikill og góður kunningi Áma, lagði sitt af mörkum til að þegja niðurstöðumar í hel og eigna sjálfum sér og öðrum norskum starfsbræðrum heiðurinn. Til að fylgja merkingunum eftir kom Árni Friðriksson því til leiðar að nýtt fiskileitar- tæki (Asdic) var setl urn borð í varðskipið Ægi árið 1953 og má segja að það hafi markað tímamót í sfldarrannsóknum og sfld- veiðum íslendinga, því allir vita hve gífurleg aflaaukning varð í sfldveiðunum með til- komu þessara tækja. 57

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.