Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 24
5. mynd. Brotakerfi og megineldstöðvar á Vesturlandi. volcanoes in westem Iceland. Teclonic features and central fellsnesi leggjast síðkvarter jarðlög mis- lægt ofan á rofinn tertíeran stafla (2. mynd). Eldvirkni var svipað háttað á tertíer og í dag. Hún átti sér stað í megineldstöðvum og tengdum sprunguþyrpingum. Allmargar tertíerar og árkvarterar megineldstöðvar hafa fundist á Vesturlandi (5. mynd) og í gegnum þær flestar liggja ganga- og misgengjaþyrpingar sem samsvara sprunguþyrpingum rekbeltanna í dag. Megineldstöðvarnar einkennast af súru og ísúru bergi og kjarni þeirra er yfirleitt mikið ummyndaður. Flestar þeirra falla inn í sig á gamals aldri og myndast þá öskjur sem seinna fyllast af gosefnum. Eldstöðvarnar hafa staðið allt að 600—700 m yfir umhverfi sitt (Walker 1963, Haukur Jóhannesson 1975). Að lokum hafa þær kulnað út og verið kaffærðar af basalthraunlögum (Walker 1963). Megineldstöðvarnar hafa verið virkar í mislangan tíma, frá 300.000— 500.000 árum (Kristján Sæmundsson og H. Noll 1975, Ingvar B. Friðleifsson 1973) upp i 2.5 milljónir ára (Haukur Jóhannesson 1975). Á Vesturlandi er tiltölulega auðvelt að mæla snið og tengja milli sniða. Þykkt og segulstefna hraunlaga var ákvörðuð úti í mörkinni og gerð bergsins athuguð. Segulmælingar voru fram- kvæmdar með „fluxgate" segulmæli. Nokkurrar ónákvæmni getur gætt við 18

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.