Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 25
slíkar mælingar og væri æskilegt að
mæla segulmögnun hraunlaganna í til-
raunastofu. Þar sem slíkt hefur verið
gert, t. d. í Borgarfirði, hefur lítið borið á
milli (sbr. Haukur Jóhannesson 1972,
McDougall o. fl. 1977), og ætti það því
ekki að raska í neinu þeim meginniður-
stöðum sem fengist hafa.
Til að auðvelda aldursgreiningu með
samanburöi segultímakvarða fyrir
Vesturland við segultímakvarða af út-
hafsbotnum var gert heildarsnið. Mælt
var nær samfellt jarðlagasnið frá
Króksfjarðarnesi í Austur-Barðastrand-
arsýslu, um Dali og yfir í Borgarfjörð
og þar tengt við Borgarfjarðarsnið-
ið svonefnda, sem mælt var árið
1971 (Haukur Jóhannesson 1975,
McDougall o. fl. 1977). Heildarþykkt
staflans frá Króksfjarðarnesi upp að efri
mörkum Borgarfjarðarsniðsins er lið-
lega 5.5 km. Á 6. mynd er sýndur segul-
tímakvarði fyrir jarðlagastaflann á
Vesturlandi að undanskildum efsta
hluta Borgarfjarðarsniðsins og tengingu
hans við endurskoðaðan segultíma-
kvarða LaBrecque o. fl. (1977) sem
hefur verið fundinn út frá segulræmum
á úthafsbotnunum. Tenging reyndist
tiltölulega auðveld auk þess sem efsti
hluti sniðsins (þ. e. Borgarfjarðarsniðið)
hefur verið aldursgreint með K-Ar að-
ferðinni (McDougall o. fl. 1977). Með
aðstoð sniða sem mæld hafa verið upp
víða á Vesturlandi hefur verið dregin
upp landfræðileg útbreiðsla segulskeið-
anna eins og þau eru skráð í basalt-
hraunlögin (7. mynd), og gert snið frá
Breiðafirði austur fyrir Reykja-
nes-Langjökulsrekbeltið (8. mynd). Þó
hefur staflinn neðan við Hreðavatns-
mislægið á Mýrum ekki verið kort-
lagður nema að litlum hluta.
Któksfjbrrfur
Hvitdrsi'da
6. mynd. Segultímakvarði fyrir jarðlaga-
staflann á Vesturlandi og tenging hans við
segultímakvarða úthafsbotnanna. — Palaeo-
magnetic polarity time scale for western lceland and
its correlation with the ocean floor palaeomagnetic
time scale of LaBrecque et. al. 1977.
19
Þykkt í km. / Thickness in km.