Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 30
ekki vart við sprungur eða misgengi eins og í Ljósuíjöllum heldur eru gosstöðv- arnar í þyrpingu í eða kringum eldfjallið sjálft (Snæfellsjökull) eða á 500—1000 m breiðu belti sem liggur eftir háhrygg Snæfellsnesfjallgarðsins (Lýsuskarð). Erfitt hefur reynst að fá úr því skorið hvernig hreyfingar hafa átt sér stað á brotunum, láréttar eða lóðréttar. A þeirn flestum hefur þó orðið lóðrétt hreyfing (siggengi) en líkur eru til að a. m. k. sum þeirra hafi líka hreyfst í lá- rétta stefnu (sniðgengi). 1 Borgarfirði hafa fundist tvö misgengi sem hafa hreyfst í lárétta stefnu (Haukur Jó- hannesson 1975). NA-SV-brot. Feikilegan fjölda brota með þessari stefnu er að finna í stafl- anum sem er neðan Hreðavatnssetanna. Þessi brot ganga öll innundir Hreða- vatnssetlögin að undanskildum nokkr- um misgengjum í Norðurárdal sem eru í tengslum við misgengjaþyrpingu Reykjadalseldstöðvarinnar. í Hítardal eru þessi brot því eldri en 8.0—8.3 m. ára (Kristín Vala Ragnarsdóttir 1979), og eldri en 6.5 — 7.0 m. ár i Borgarfirði (Haukur Jóhannesson 1975). N-S-brot. Brot með þessari stefnu cru nokkuð algeng í staflanum neðan Hreðavatnssetlaganna. í Hítardal ná þau hvergi upp fyrir setin (Kristín Vala Ragnarsdóttir 1979). 1 Borgarfirði ná misgengi með þessari stefnu yfirleitt ekki upp fyrir setlögin (Haukur Jóhannesson 1975) en i austanverðum Borgarfirði kemur jarðhiti upp með norðlægum sprungum sem auðsjáan- lega hafa hreyfst á nútima (Lúðvik S. Georgsson o. fl. 1978). Vera má að þess- ar norðlægu sprungur myndist er jarð- skjálftar gjugga gömlum norðlægum brotum sem ef til vill eru djúpt í berg- grunninum og neðan mislægisins á þessum slóðum. Að stofni til eru þessi N—S-brot eldri en 8.0—8.3 m. ára og e. t. v. samaldra norðaustlægu brotunum og kunna því að hafa myndast í sama spennusviði og Jaau. I stuttu máli eru NA—SV- og N—S-brotin eldri en 8.0—8.3 milljón ára og yngri en 12—13 milljón ára þar sem þau skera jarðlög af þeim aldri. NV — SA-brotin eru að mestu leyti mynduð fyrir 6.5 — 8.3 milljón árum, en hafa verið töluvert virk þangað til fyrir 4.5 milljón árum. Um uppruna þessara brota hafa veriö settar fram nokkrar kenningar. Har- aldur Sigurðsson (1970b) taldi að NV—SA brotin væru nýlegt fyrirbrigði og mynduðust vegna mismikils rek- hraða á Suður- og Norðurlandi, vegna þess að á Suðurlandi eru tvö rekbelti en aðeins eitt á Norðurlandi. Þetta getur hins vegar ekki staðist þar sem NV—SA-brotin mynduðust meðan aðalrekbeltið var enn vestur á Snæfells- nesi. K. Scháfer (1972) gerði líka ráð fyrir mismunandi rekhraða sunnan- lands og norðan. Kristján Sæmundsson (1978) taldi að NV—SA-brotin hefðu myndast samtímis N — S-brotunum. Eins og að ofan er rakið fær þetta ekki staðist vegna þess aldursmunar sem á þessum brotum er. Gera verður ráð fyrir, að NA—SV- og N —S-brotin hafi myndast samtímis en NV — SA-brotin séu eitthvað yngri og því mynduð í öðru spennusviði en hin fyrrnefndu. Sú skilgreining sem notuð hefur verið á Snæfellsnesbrotabeltinu (Snæfellsnes kracture Zone) er vart við hæfi lengur. Snæfellsnesbrotabeltið er belti af NV—SA-, N—S- og NA—SV-brotum sem teygir sig frá innanverðu Snæfells- 24

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.