Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 49
mestu magni á flestum stöðvum. I
Varmá í Mosfellssveit bar mikið á vor-
flugulirfum (Apatania zonella, Limneþhilus
affinis) og steinfluguungviði (Caþnia
vidua) ofan við byggðina, en þessi dýr
hurfu við dælustöðina. Þar fækkaði
öðrum tegundum en rykmýi og ánum
(Oligochaeta, mest Tubifex sp.), sem
fjölgaði mikið í skólpinu. Bitmýi (Sirnu-
lium vittatum) fjölgaði mikið í skólpinu
frá Syðri-Reykjum, en fækkaði síðan
verulega þar sem frárennslið frá dælu-
stöðinni kom í ána. Fyrir neðan Ala-
fossverksmiðjuna hurfu næstum öll dýr
úr ánni, sennilega vegna mengunar frá
ullarþvottinum. I árósnum bættust við
tvær marflóartegundir (Gammarus due-
beni, G. zaddachi), sem eru útbreiddar í
árósum (Agnar Ingólfsson 1977b).
Svipaðrar tilhneigingar gætti í
Varmá í Ölfusi (6. mynd). Steinflugu-
ungviði og bitmýslirfur Simulium aureum
hurfu þar sem áhrifa frá byggð fór að
gæta, og lirfum S. vittatum fækkaði
verulega þar sem skólpið og frárennsli
Ullarþvottastöðvarinnar runnu í ána.
Talsverð aukning varð á ánum og
vatnabobbum (Lymnaea þeregra) í ánni
neðan við skólpræsin, en ánar lifa á líf-
rænum leifum og vatnabobbar á þör-
ungum. Einnig varð töluverð aukning á
rándýrum, vatnamaurum (Hydra-
chnellidae) og blóðsugum (Helobdella
stagnalis).
ÁLYKTANIR
Áhrif mengunar á dýralíf i Varm-
ánum virðast vera töluverð. I Varmá í
Mosfellssveit hafði hitamengun frá
dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur tals-
verð áhrif. Þar getur áin orðið allt að
30°C. Hiti getur haft mjög skaðleg áhrif
á lífverur. Hver tegund hefur sinn kjör-
hita, þ. e. ákveðið hitastig þar sem teg-
undin dafnar best, en það getur verið
misjafnt hve tegundirnar þola frávik frá
kjörhita. Sennilega hafa íslensk straum-
vatnsdýr ekki mjög vítt hitasvið, vegna
þess hve árstíðasveiflur hitastigs eru
litlar hérlendis, og tiltölulega fá íslensk
dýr þola 30°C til lengdar, enda hefur
Tuxen (1944) sýnt fram á að mjög fá dýr
lifa í vatni sem hefur hærra hitastig en
35°C og ekkert dýr þolir 42°C. Hækk-
aður meðalhiti getur haft þau áhrif á
hraða lífsferla, að skordýr fari að skríða
úr púpum þegar veðurskilyrði og árs-
tíðir eru óhagstæðar.
I báðum ánum gætir mikillar líf-
rænnar mengunar (Tafla I, 3. og 4.
mynd) og verður rnikil aukning á dýrum
sem lifa á lífrænum leifum, svo og rán-
dýrum. Áhrif mengunarinnar voru
miklu greinilegri í Varmá í Mosfells-
sveit, enda var mengunin meiri þar
(Taflal).
Efnamengun frá ullarþvotti var
miklu meiri í Varmá í Mosfellssveit og
neðan við Álafossverksmiðjuna var
mengunin orðin svo mikil að dýr hurfu
nærri því alveg. Efnamengun hefur
mikil áhrif á lífverur almennt (sjá Hynes
1960). Mörg efni verka sem eitur á líf-
verur. Þvottaefni, köfnunarefnis- og
fosfórsambönd í skólpinu og þvottasódi
og súlfúrsápur frá verksmiðjum geta
haft ntikil áhrif á lífverusamfélögin í
ánum. Rykmýslirfur virtust þola þessi
efni illa, þar sem þær hurfu svo til alveg
neðan Álafossverksmiðjunnar í Mos-
fellssveit og fækkaði verulega neðan
frárennslis Ullarþvottarstöðvar SÍS í
Hveragerði.
Varmárnar eru í þeim flokki vatna
sem mest áhersla er lögð á að vernda
43