Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 54
2. mynd. Athuganasvæðið. Skógivaxið hraun nær niður að vatnsborði. — The Study area. Ljósmynd Karl Skírnisson. aðra mánuði athuganatímans, þar sem saur er að öllum líkindum upprunninn frá færri einstaklingum þann tíma. Urvinnsluaðferðum hefur þegar verið lýst (Karl Skírnisson 1979a), en nokkur atriði þarf þó að skýra lítillega vegna breyttra aðstæðna. Ekki reyndist unnt Tafla I Fjöldi saursýna sem greind voru frá Sogi 1978. — Numbers of faecal samples from River Sog 1978. janúar 33 febrúar 31 mars 44 apríl 30 maí 19 júní 68 júlí 65 ágúst 48 september 43 október 40 Alls 421 að greina sundur til tegunda lax (Salmo salar L.), urriða (Salmo trutta L.) og bleikju (Salvelinus alpinus (L.)), vegna þess að kvarnir þessara tegunda eru mjög líkar. Er þvi fjallað urn þessar teg- undir sem eina heild og samheitið lax- fiskar (Salmonidae) notað um þær. Út frá lengd kvarnar hjá þessum teg- undum má áætla lengd fisksins því að kvörn stækkar jafnframt því sem ein- staklingurinn vex. Línulegt samband er milli lengdar fisks og lengdar kvarna. Til að ákvarða þetta samband voru 50 laxfiskar athugaðir, 21 lax, 23urriðarog 6 bleikjur. Starfsmenn Veiðimálastofn- unar höfðu veitt þessa fiska í ám og vötnum á Suður- og Suðvesturlandi, kvarnað þá og lengdarmælt. Þurfti því einungis að mæla lengd kvarnanna. Kvarnir voru mældar með 0,1 mm ná- kvæmni, en fiskar með 1 mm ná- kvæmni. Niðurstöður fyrir þessar 3 teg- 48

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.