Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 63
Marc A. Brazil : Dvergsvanur (Cygnus columbianus bewickii) á íslandi I þessari grein verður greint frá dvergsvani (Cygnus columbianus bewickn Yarrell) sem sást á Mývatni sumarið 1978, en þessarar tegundar hefur ekki orðið áður vart á íslandi. Varpheimkynni dvergsvans (sbr. Cramp & Simmons 1977) eru freðmýrar nyrst í Evrópu og Asíu, frá Kólaskaga austur til um 170° austlægrar lengdar í Síbiríu (1. mynd). Varpútbreiðslan er nær alls staðar norðan skógarmarka og norðan útbreiðslusvæðis álftarinnar (Cygnus cygnus L.). I Norður-Ameríku tekur við önnur undirtegund dverg- svans, C.c. columbianus (Ord), sem hefur oft verið talin sérstök tegund. Dvergsvanurinn er alger farfugl. Hluti stofnsins fer í suðvestur frá varp- stöðvunum og hefur vetursetu í Vest- ur-Evrópu, einkum Bretlandseyjum, Niðurlöndum, Danmörku og Þýska- landi. Einnig eru vetrarstöðvar í Aust- ur-Asíu — Japan, Kóreu og Kína. Far- tíminn hefst í september á haustin, en á vorin er hann í apríl — maí. í Englandi eru vetrarstöðvar dverg- svans að mestu sunnan við vetrarstöðvar álftar, og er þar einkum mikið af dverg- svönum í Austur-Anglíu og í Slimbridge við ósa Severnárinnar í Suðvestur-Eng- landi. Þá er mikið af dvergsvönum á Irlandi, einkum i hörðum vetrum. í Skotlandi er dvergsvanur árlegur en fremur fáliðaður vetrargestur. Dvergsvanurinn er mjög líkur álft í útliti og lifnaðarháttum. Fullorðnir fuglar eru alhvítir með svarta fætur og að mestu svart nef. Við nefrótina er gulur blettur sem er miklu minni en hliðstæður blettur á álft. Nefmunstrið er breytilegt og hefur það gert breskum fuglafræðingum klcift að fylgjast með ferðum og vetrardvöl einstakra dverg- svana þarlendis árum saman (Scott 1966, Evans 1977). Dvergsvanur er mun minni en álft, eins og nafnið bendir til, eða um 6 kg, þ. e. um 2—3 kg léttari en álft. Karlfuglinn (6,4 kg) er ívið þyngri en kvenfuglinn sem er um 5,6 kg (Evans & Kear 1978). Sumarið 1978 vann höfundur að at- hugunum á álftum við Mývatn. Einkum fylgdist ég með hóp geldfugla sem voru í fjaðrafelli á innri hluta Nes- landavíkur, sem gengur norður úr vestanverðum Syðriflóa Mývatns. Hinn 8. júlí 1978, er ég var að telja álftirnar í þessum hópi, tók ég eftir svan sem virtist afar smávaxinn, jafnvel þótt höfð væri i huga allbreytileg stærð álfta Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.