Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 63
Marc A. Brazil :
Dvergsvanur (Cygnus
columbianus bewickii)
á íslandi
I þessari grein verður greint frá
dvergsvani (Cygnus columbianus bewickn
Yarrell) sem sást á Mývatni sumarið
1978, en þessarar tegundar hefur ekki
orðið áður vart á íslandi.
Varpheimkynni dvergsvans (sbr.
Cramp & Simmons 1977) eru freðmýrar
nyrst í Evrópu og Asíu, frá Kólaskaga
austur til um 170° austlægrar lengdar í
Síbiríu (1. mynd). Varpútbreiðslan er
nær alls staðar norðan skógarmarka og
norðan útbreiðslusvæðis álftarinnar
(Cygnus cygnus L.). I Norður-Ameríku
tekur við önnur undirtegund dverg-
svans, C.c. columbianus (Ord), sem hefur
oft verið talin sérstök tegund.
Dvergsvanurinn er alger farfugl.
Hluti stofnsins fer í suðvestur frá varp-
stöðvunum og hefur vetursetu í Vest-
ur-Evrópu, einkum Bretlandseyjum,
Niðurlöndum, Danmörku og Þýska-
landi. Einnig eru vetrarstöðvar í Aust-
ur-Asíu — Japan, Kóreu og Kína. Far-
tíminn hefst í september á haustin, en á
vorin er hann í apríl — maí.
í Englandi eru vetrarstöðvar dverg-
svans að mestu sunnan við vetrarstöðvar
álftar, og er þar einkum mikið af dverg-
svönum í Austur-Anglíu og í Slimbridge
við ósa Severnárinnar í Suðvestur-Eng-
landi. Þá er mikið af dvergsvönum á
Irlandi, einkum i hörðum vetrum. í
Skotlandi er dvergsvanur árlegur en
fremur fáliðaður vetrargestur.
Dvergsvanurinn er mjög líkur álft í
útliti og lifnaðarháttum. Fullorðnir
fuglar eru alhvítir með svarta fætur og
að mestu svart nef. Við nefrótina er
gulur blettur sem er miklu minni en
hliðstæður blettur á álft. Nefmunstrið er
breytilegt og hefur það gert breskum
fuglafræðingum klcift að fylgjast með
ferðum og vetrardvöl einstakra dverg-
svana þarlendis árum saman (Scott
1966, Evans 1977). Dvergsvanur er mun
minni en álft, eins og nafnið bendir til,
eða um 6 kg, þ. e. um 2—3 kg léttari en
álft. Karlfuglinn (6,4 kg) er ívið þyngri
en kvenfuglinn sem er um 5,6 kg (Evans
& Kear 1978).
Sumarið 1978 vann höfundur að at-
hugunum á álftum við Mývatn.
Einkum fylgdist ég með hóp geldfugla
sem voru í fjaðrafelli á innri hluta Nes-
landavíkur, sem gengur norður úr
vestanverðum Syðriflóa Mývatns.
Hinn 8. júlí 1978, er ég var að telja
álftirnar í þessum hópi, tók ég eftir svan
sem virtist afar smávaxinn, jafnvel þótt
höfð væri i huga allbreytileg stærð álfta
Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980
57