Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 67
Gunnar Jónsson:
Nýjar fisktegundir
á Islandsmiðum
Eftirfarandi þrjár fisktegundir eru
nýjar á íslandsmiðum og hefur eigi verið
lýst áður:
Trjónuáll Serrivomer beam
Gill & Ryder 1883
Trjónuáll getur náð 68 sm lengd.
Hann er mjög langvaxinn, dálítið
þunnvaxinn — mesta hæð er á móts við
tálknin — en þaðan fer hann smá-
mjókkandi aftur eftir og endar i odd-
mjóum sporði blöðkulausum. Haus er
langur, skoltar framteygðir og nær sá
neðri framfyrir þann efri. Munnur er
langur — nær aftur á móts við aftari
hluta augna. Á plógbeini eru 50—80
stórar þéttsettar oddhvassar tennur og á
hvorum skolti eru mjög margar smáar
tennur. Augu eru smá og hátt uppi á
höfði. Bakuggi byrjar um heila höfuð-
lengd aftan við tálknalok (á móts við
11. —13. raufaruggageisla) og nær alveg
aftur á sporðenda. Fremstu og öftustu
geislarnir eru harðir. Sporðblaðka er
ógreinanleg frá bak- og raufarugga.
Raufaruggi er mun lengri en bakugginn
og byrjar framar. Eyruggar eru litlir og
kviðugga vantar. Hreistur vantar en
rákargöt eru sjáanleg.
Litur er fölleitur á baki, dökkur að
neðan með bronsblæ á nýveiddum fisk-
um.
Heimkynni trjónuáls eru báðum
megin N-Atlantshafs frá miðbaug til
45 °N og flækingar finnast norðar. I
NA-Atlantshafi hefur trjónuáll m.a.
fundist við Madeira og sunnan Portú-
gals. I NV-Atlantshafi á Stórabanka og
við jaðar landgrunnsins á Browns-
banka. Einnig undan Löngueyju. Al-
Trjónuáll Serrivomer beani Gill & Ryder 1883 (úr Goode & Bean, 1895).
Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980
61