Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 68

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 68
gengur við Bermúda á 90—1800 m dýpi. Undan Asóreyjum og Bahama allt niður á 5500 m dýpi. Skyldar tegundir finnast í Kyrrahafi og Indlandshafi. Hér varð trjónuáls fyrst vart í april 1979 í leiðangri á r.s. Bjarna Sæmundssyni djúpt undan SV-landi (62°43’N — 24°24’V). Lífshættir: Miðsvæðis- og djúpfiskur á 90—5800 m dýpi. Fæða er einkum rækja, ljósáta, litlir djúpfiskar t.d. lax- síldir, fisklirfur o.fl. Fjölbroddabakur Polyacanthonotus (Polyacanthonotus) rissoanus (de Filippi & Vérany, 1859) Fjölbroddabakur er frekar lítill fiskur — sá stærsti sem veiðst hefur var 41 sm. Hann er langvaxinn og mjög þunnvax- inn mesta hæð er við upphaf raufarugga og smámjókkar fiskurinn þaðan til beggja enda og endar sporðurinn í oddi. Höfuð er allstórt, frammjótt og boga- dregið að ofan en slétt að neðan. Munnur er neðan á höfðinu og mjög lítill og ná skoltar ekki að augum. Á skoltum og gómbeinum er röð af ör- smáum tönnum. Augu eru stór. Mest áberandi er bakugginn sem er 27 — 34 stakir broddgeislar með engri himnu á milli. Fyrstu geislarnir eru á milli tálknaloks og eyrugga. Fyrstu 5 bak- uggageislarnir eru styttri en hinir sem á eftir fara en þeir eru um hálft þvermál augna á lengd. Bilið á milli geislanna er jafnlangt. Bakuggageislarnir ná vel aftur fyrir miðjan fisk. Raufaruggi er langur, nær frá rauf og aftur á stirtlu- enda en sporðblaðka er engin. Raufar- uggageislarnir eru þéttstæðir brodd- geislar að framan samtengdir himnu og liðgeislar aftast. Kviðuggar eru rétt framan við raufina og í meðallagi stórir og eyruggarnir eru hliðstæðir, frekar langir og liggja vel aftan við tálknalok. Hreistur er smátt og nær fram á höfuð og um allan kropp. Rák er greinileg frá tálknaopi og aftur fyrir broddgeisla raufarugga. Litur er gráblár að ofan en dökkblár að neðan. Mjög dökkblár í kringum munninn og á tálknalokum. Heimkynni: Fjölbroddabakur hefur fundist í vestanverðu Miðjarðarhafi, NA-Atlantshafi við Asóreyjar, SV-lr- land og hér við SV-ísland. I NV-Atlantshafi í Davíðssundi við V- Grænland, við Nýfundnaland og viðar. Hér fannst fjölbroddabakur fyrst í leiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar á r.s. Bjarna Sæmundssyni í apríl 1980 djúpt undan SV-landi (62°26’N 25°06’W). Var hann 176 mm langur. Lífshættir: Fjölbroddabakur er djúp- fiskur og botnfiskur sem fundist hefur á 420—2000 m dýpi. Um hrygningu er ekkert vitað en fæða samstendur mest af smákrabbadýrum, sæfíflum og bursta- ormum. Fjölbroddabakur Polyacanthonotus (Polyacanthonotus) rissoanus (de Filippi & Vérany, 1859) (úr Goode & Bean, 1895). 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.