Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 3
Jóhannes F. Skaftson og Þorkell Jóhannesson: Klórkolefnissambönd í íslenskum vatnasilungi INNGANGUR í Rannsóknarstofu í lyfjafræði hcfur verið fylgst með ýmsum klórkolefnis- samböndum í smjörfitu allt frá árinu 1968. Vareinkum leitast við að ákvarða DDT (klófenótan) og umbrotsefni þess (DDE og DDD), ísómera hexaklór- cýklohexans (alfa-, beta- og gammaísó- mera), en síðar einnig hexaklórbenzen (HCB) og að nokkru leyti pólýklór- bífenýlsambönd (PCB-efni). Af þessum efnum hefur notkun ísó- mera hexaklórxýklóhexans (HCH) senni- lega verið útbreiddust hér á landi, en blanda þeirra hefur verið og er enn not- uð til þess að útrýma kláðamaur í sauðfé (Gammatox (R)). Sama gildir og um mörg önnur lönd. Af ísómerum hcxa- klórcýklóhexans er gamma-ísómerinn virkastur gegn maurum og skordýrum. Hann nefnist lindan (hexicíð). Er það efni enn fremur notað í garðyrkju, eink- um við rófnarækt (sbr. Jóhannes Skaftason & borkell Jóhannesson 1979a). Notkun DDT hefur á undan- förnum áruni hér á landi og i nálægum löndum fyrst og Iremst verið bundin við óþrif á mönnum og dýrum, öðrum en mjólkurdýrum. Vera má, að hexaklór- benzen hafi verið lítið citt notað í garð- yrkju gcgn sveppum hér á landi. Er- lendis cr hexaklórbenzen talsvert notað m. a. í iðnaði og til þess að varna fúa í tré, en getur einnig myndast við fram- leiðslu sumra klórkolefnissambanda og við bruna á þeim (Niimi 1979). Erfitt er að átta sig á notkun PCB-efna hér á landi. Þcssi efni liafa m. a. verið notuð til einangrunar í rafkerfum og í hcntla- kerfum viða unt heim. Þá hafa cfni þessi verið notuð í pappírsiðnaði o. II. PCB- cfni eru mjög hilaþolin og cr leitun á fljótandi cfnum með betri rafeinangr- andi og hitaeinangrandi eiginleika í rafkerfum. PCB-efni eru talin stöðugri í náttúrulegu umhvcrfi en flest önnur NáttúruíræAingiirinn, .r)l (3), bls. 97— 104, 19111 97 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.