Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 22
Árni Hjartarson:
Jarðsjór og salt grunnvatn á íslandi
INNGANGUR
Salt grunnvatn bæði heitt og kalt cr
allvíða ab finna á Islandi. Sagt er að
fólki suóur meó sjó hafi fundist ferskt
vatn bragódauft og óhæft til kaffiuppá-
hellinga, svo vant var þaó orðió ísijltu
vatni í brunnum sínum. Nú til dags
þvkja þó fylgja því fleiri gallaren kostir
ef neysluvatnið er saltblandað, enda er
tæring þá fljót að segja til sín i vatns-
lögnum og heimilistækjum.
Selta í jarðvatni getur verið af
tvennskonar uppruna, ]). e. a. s. komin
úr sjó eða úr bergi með efnahvörfum og
útskolun. Hvorttveggja er til hérlendis.
Þegar um sjávarseltu er að ræða mun
annaðhvort eiga sér stað beint inn-
streymi sjávar í jarðlögin eins og vel
þekkt er á Reykjanesi og víðar, cn einnig
er til setbundinn sjór í fornu sjávarseti
t. d. í leirlögum frá ísaldarlokum. Vatn
getur leysl sölt og önnur stcinefni úr
bergi og þvi meira sem það er heitara.
Vatn frá háhitasvæðum er því oft allrikt
af Na+ og C1 , en þessar jónir eru
frumefni matarsaltsins. I eldgosum fell-
ur tíðla út talsvert af söltum kring um
eldstöðvarnar, sem regn og grunnvatn
skola fljótlega burtu..Þetta salt er ættað
úr iðrum jarðar. Magn þess er jafnan
svo lítið að þess gætir ckki í grunnvatni.
Oftast er auðvelt að greina sundur
vatn sem fengið hefur seltu sína úr sjó og
vatn sem skolað hefur seltu úr berg-
grunninum. Vatn með sjávarseltu ein-
kennist af jónahlutfallinu mgNa+/
mgCl = 0.6. í vatni sem fengið hefur
seltu sína úr bergi er þetta hlutfall all
breytilegt eða frá 2—10, fer það eftir
hita og gerð bergsins, sem vatnið er
komið úr.
JA RÚSJOR
A eyjum og útskögum þarsem jarðlög
eru lek nær sjór víða að metta berg-
grunninn. Þó flýtur jafnan lag af
grunnvatni ofan á jarðsjónum en
blandast honum ekki vegna mismun-
andi eðlisþyngdar og rennslimótstöðu i
jarðlögunum. Þykkt grunnvatnslagsins
er venjulega nálægt fertugföld hæð
grunnvatnsflatarins yfir sjávarmáli.
Reykjanesskagi er eitt kunnasta jarð-
sjávarsvæði landsins. Þar eru jarðlög svo
lek, að mestöll úrkoma sem á land fellur
hverfur í jörðu til grunnvatnsins og
rennur til sjávar neðanjarðar. Vatn þetta
kemur svo fram i fjörulindum víðsvegar
um skagann allt frá Straumsvík og suð-
ur i Selvog. Jafnframt því sem grunn-
vatn á greiða leið um jarðlögin
Náttúrufræðingurinn, 51 (3), bls. 116—122, 1981
116