Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 36
10. mynd. Árekstur tveggja nifteinda má gera sér þannig hugarlund: sex kvarkar koma frá vinstri og vií> áreksturinn breytast sumir í límeindir (bylgjulína) sem verða svo aftur að kvörkum. Aðrir kvarkar halda áfram án þess að áreksturinn valdi öðru en sveigju á braut þeirra. sannprófa hana? Ástæður þessa eru a. m. k. tvær. Ekki er ljóst, að skammtafræði og afstæðiskenning fái samrýmst. Flestir trúa því, en engin vissa er fyrir hendi. Hcr er á ferðinni vandamál, sem er fyrst og fremst stærð- fræðilegs eðlis. í öðru lagi cr ljóst, að ein kenning cr betri en tvær. Það þætti harla lélcg aflfræði, sem lýsti gangi himintunglanna með einu lögmáli, en golfkúlum með öðru. Allir eru sammála um, að mikil framför var að samciningu raffræði og segulfræði i eina fræðigrein, lafsegulfra'ði. Hvers vegna erum við að rannsaka fjarlæg fyrirbæri eins og öreindir og gerð þeirra? Þessari spurningu er best svarað mcð annarri. Hvar á að láta staðar numið? Við þeirri spurningu er ekkert skynsamlegt svar. Engum dettur í hug að segja jarðfræðingum, hversu djúpar rannsóknaborholur þeirra skulu vera. Forvitni og stundum metnaður rekur vísindamenn sífellt lengra rétt eins og landkiinnuði eða fjallgöngukappa. Ereitthvert gagn að jressu? Við vitum það ekki enn. Nær öll eðlisfræðiþekking, sem við höfum aflað okkur, er nytsöm í jarðbundnasta skilningi þess orðs. Eng- in ástæða er til að ætla, að öðru máli muni gegna um skammtasviðsfræðina. Að lokum er rétt að nefna, að ótrúiega 130

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.