Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 14
Friederich Múller gerði og byggði
nærri eingöngu á söfnum og upplýsing-
um frá apótekaranum, lækninum og
grasafræðingnum Johan Gerhard Kön-
ig, en hann ferðaðist hér um sumrin
1764—65 og safnaði plöntum vegna út-
gáfu hins mikla rits „Flora Danica“. í
þessari skrá Mullers er engar upplýs-
ingar að finna um plöntuna sjálfa né
vaxtarstaði hennar, aðeins sagt að hún
vaxi hér á landi, eins og í flestum
öðrum gömlum plöntuskrám héðan,
þ. á m. skrá Johans Zoéga sem var
reyndar aðallega gerð eftir skrá
Múllers og því einnig byggð á söfnum
Königs.
íslensku nöfnin á tegundinni, hrúta-
berjalyng og hrútaber, en hið síðara
hefur ekki bara verið notað sem nafn á
ávöxtum plöntunnar heldur líka á
plöntunni allri, eru án efa gömul í
málinu. Þau koma líklega fyrst fyrir í
rituðu máli í grein Gísla biskups Odds-
sonar (1593-1638), „De Mirabilibus
Islandiae", sem fyrst var prentuð í
tímaritinu „Islandica“ (1917), 10. bd.,
en snúið á íslensku af Jónasi Rafnar
lækni og gefin út árið 1942 undir nafn-
inu „Undur íslands", orðréttri þýð-
ingu latneska nafnsins á ritgerðinni. í
ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar (1772) er aðeins á
einum stað minnst á tegundina, ef frá
er talin nafnaskráin aftan við hana,
sem áður er getið, og þá eingöngu á
aldin hennar og þau nefnd hrútaber,
en nafn á plöntunni allri er ekki til-
greint. En bæði Nicolai Mohr (1786)
og Oddur Hjaltalín (1830) nota nafnið
hrútaber á plöntunni allri, þó að Odd-
ur nefni að vísu fleiri nöfn á henni.
Chr. Grpnlund (1881) kallar tegund-
ina einnig hrútaber í „Islands Flora“ og
hið sama gera Torfi Bjarnason í óprent-
uðu handriti, „Um fóðurjurtir“, frá 1897
og Helgi Jónsson (1906-1907) í grasa-
fræði sinni, „Bygging og líf plantna“.
í maturtabók Eggerts Ólafssonar,
eða „Lachanologia", sem Björn
Halldórsson (1774) gaf út, er aftur á
móti notað nafnið hrútaberjalyng, og
það gerir Björn Halldórsson (1783)
líka í „Grasnytjum", þar sem hann
kallar tegundina hrútaberjalyng í fyrir-
sögn en hrútaber í lýsingu hennar, og
Olav Olavius (1781) í „Fáein jurta-
fiska- og fuglanöfn." Sama nafn nota
einnig Moritz H. Friðriksson (1883) í
„Grasaríkinu á íslandi“, Páll Jónsson
Árdal (1884) í „Náttúrusögu handa al-
þýðu“ og Stefán Stefánsson (1901) í 1.
útgáfu „Flóru íslands“ og var því fylgt
í báðum síðari útgáfum Flóru (1924 og
1948). Stefán notar reyndar einnig
nafnið hrútaberjaklungur í 2. útg.
Flóru, sem hann gekk sjálfur frá til
prentunar að mestu leyti, og hefur það
meira að segja á undan hinu, og það
var líka gert í 3. útgáfunni. Petta
síðasttalda nafn mun Stefán hafa búið
til út frá hinu gamla nafni klungur
(sbr. „klungurbrekka", „um kletta og
klungur“ o. fl.), sem virðist upphaf-
lega merkja þyrnir eða þyrnirunni, en
Stefán færði það yfir á ættkvíslina
Rubus (Stefán Stefánsson 1901, 1919,
1924 og 1948). Nafnið hrútaberja-
klungur taka þeir svo upp Chr. Osten-
feld og Johs. Gröntved (1934) og
Áskell Löve (1945, 1970, 1977 og
1981), en Johs. Grpntved (1942) fylgir
2. útgáfu Flóru íslands, þó að hann
breyti nafnaröðinni. Ég held að þetta
nafn, hrútaberjaklungur, hafi aldrei
orðið alþýðumál, mönnum sé það ekki
tamt í munni en kalli tegundina í dag-
legu tali hrútaberjalyng eða jafnvel
bara hrútaber.
Stöku nöfnum öðrum á þessari
plöntutegund bregður fyrir. Eggert
Ólafsson (1832) segir á einum stað í
Búnaðarbálki (3. kvæði: Munaðar-
dælu eður Bóndalífi og landselsku, 79.
vísu): „Maðran örþreyttum léttir lúa,
108